Sílíkon og lendarskýlur

Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta þótti hið eðlilegasta mál að setja í sjónvarp. Og hvað gerðist? Allar mínar vinkonur byrjuðu að bera sig saman við þessar plastskvísur á meðan ég beið eftir að bringan á mér myndi byrja að blása út. Sem er það sem unglingsstelpur gera, þær bera sig saman við það sem samfélagið gefur í skyn að sé flott og gott og allt annað en það er óásættanlegt í huga þeirra, sérstaklega þeirra sem eru með lítið sjálfstraust. Lesa meira “Sílíkon og lendarskýlur”

Þarf alltaf að vera keppni?

Í gegnum árin fékk ég oft að heyra það hversu frábært það væri fyrir mig sem einstakling að stunda skipulagðar íþróttir. Ávinningurinn var svo mikill, bæði líkamlegur og andlegur, en síðast en ekki síst félagslegur. Að vera í góðu formi var æðislegt, ég var ánægð með sjálfa mig og leið vel. Mínir bestu vinir tóku alltaf vel á móti mér á æfingum, bæði kvölds og morgna. Við stefndum öll að því sama, að vera eins góð í sundi og við mögulega gátum. Það var alltaf svo auðvelt að mæta á æfingar vitandi það að sama hversu erfið æfingin ætti eftir að vera þá væri ég aldrei ein og oftast var nú stutt í brosið og hláturinn.       Lesa meira “Þarf alltaf að vera keppni?”

Bara að einhver hlusti

Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við gerðum. Það sem hjálpaði mér voru foreldrar mínir og skólastjórarnir mínir. Þau hlustuðu á mig og sýndu mér skilning, virtu skoðanir mínar og hikuðu aldrei við að leyfa mér að prófa mig áfram. Það er þeim að þakka að unglingsárin mín voru frábær, að minningarnar mínar, sem eru ótal margar, eru skemmtilegar og þær ylja mér og gleðja mig. Lesa meira “Bara að einhver hlusti”

Hver ræður – þjálfarinn eða foreldrarnir?

eva_rut_helgadottirTómstundaiðkun og þá sérstaklega íþróttir er eitthvað sem margir unglingar stunda og gera það af miklum krafti, en hver er það sem er að hvetja iðkandann áfram frá hliðarlínunni eða heimilinu? Eru það ekki foreldrarnir? Og hver er það sem sér um að stjórna æfingum, liðsvali og kalla skipanir inn á völlinn þegar liðið er að keppa? Er það ekki þjálfarinn? Ég hef oft séð það að foreldrar þekki ekki alveg sín mörk þegar kemur að þessum þætti. Þau eru vinir þjálfarans og reyna þannig að hafa áhrif á liðsval, þau öskra inn á völlinn ef þau vilja að hlutirnir séu gerðir öðruvísi í stað þess að vera bara á hliðarlínunni og hvetja liðið áfram. Það er þjálfarinn sem er búinn að mennta sig  til þess að þjálfa og kominn með hin og þessi þjálfararéttindi, hann veit hvað hann er að gera og það á að leyfa honum að vinna sína vinnu í friði. Lesa meira “Hver ræður – þjálfarinn eða foreldrarnir?”

Tómstundir verndandi gegn áhrifum heimilisofbeldis

 

hildurÉg var í námi í uppeldis- og menntunarfræði og þegar kom að því að velja viðfangsefni í lokaverkefni til BA gráðu valdi ég að skrifa um hvernig tómstundur geta stutt við börn/ungmenni sem búa við heimilisofbeldi. Mér finnst þörf á umræðu um þetta málefni því heimilisofbeldi er alltof algengt og því miður bitnar það oft á börnunum líka og getur tekið mikið á sálarlíf þessa litlu einstaklinga. Foreldrar virðast gera sér litla grein fyrir því hvað börn eru í raun næm á það sem gerist á heimilinu. Með því að velja þetta viðfangsefni vildi ég koma á framfæri mikilvægi tómstunda fyrir börn í þessum aðstæðum og auðvitað börn og ungmenni almennt. Það er svo mikilvægt að öll börn og ungmenni fái tækifæri til að stunda skipulagðar tómstundir. Það hefur sýnt sig og sannað að þær geta skipt sköpum fyrir börn sem einmitt búa við heimilisofbeldi. Lesa meira “Tómstundir verndandi gegn áhrifum heimilisofbeldis”

Íþróttaaðstaða ungs fólks

rakel guðmundsUpplifun úr eigin lífi er kveikjan að áhuga mínum á efninu. Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi, nánar tiltekið Selfossi, þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki góð, en nú í dag er íþróttaaðstaðan þar með þeim betri á landinu (Sveitafélagið Árborg, e.d.). Aðstaðan hefur farið batnandi, bæði vegna stækkunar á bæjarfélaginu og auknum áhuga á íþróttum. Á mínum yngri árum æfði ég bæði fótbolta og fimleika en flestir á mínum aldri voru í fleiri en einni íþrótt. Mikil aðsókn hefur verið í íþróttir á mínum heimaslóðum en með bættri aðstöðu jókst fjöldi þeirra sem stundaði íþróttir. Margir ferðast til dæmis yfir Hellisheiðina til þess að komast í betri aðstöðu í Reykjavík. Það er því mjög mikilvægt að það sé í boði íþróttaaðstaða, í öllum bæjarfélögum, sem nýtist öllum iðkendum sem hafa áhuga á þeim íþróttum sem eru í boði.  Betri aðstaða til íþróttaiðkunar getur aukið aðsókn sem skilar sér síðan til bæjarfélagsins. Lesa meira “Íþróttaaðstaða ungs fólks”