Dulin ást sem á skilið frelsi – í friði!

Ég viðurkenni að ég hef sjaldan sem aldrei velt kynhneigð eitthvað sérstaklega fyrir mér. Ég hef aldrei horft á einhvern einstakling sem gagnkynhneigðan eða samkynhneigðan, enda finnst mér kynhneigð hvers og eins ekki koma mér við. Kynhneigð fólksins í kringum mig skiptir mig jafn miklu máli og hvaða litur er í uppáhaldi hjá þeim.

Oft er talað um að einstaklingar komi út úr skápnum og afhjúpi þannig hver hann eða hún í rauninni er. Ég skil vel að þegar maður hefur þurft að fela sig í jafnvel fjölda ára og fær loks kjark til að koma til dyranna eins og hann er þá get ég vel ímyndað mér flugeldasýninguna sem verður í huga einstaklingsins. Loksins fær maður að vera eins og maður er! Lesa meira “Dulin ást sem á skilið frelsi – í friði!”

Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

Það var glatt á hjalla í Ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi fimmtudaginn 2. nóvember þegar þrír nýútskrifaðir tómstunda- og félagsmálafræðingar tóku við viðurkenningu frá formönnum Félagi fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017. Félögin buðu að því tilefni til hádegisverðar þar sem gestir fengu súpu og brauð og þau sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni kynntu verkefni sín við ánægju viðstaddra.

Lesa meira “Viðurkenning fyrirmyndarverkefna”

Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði

Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn !

 

Þegar ég byrjaði í Tómstunda- og félagsmálafræði lærði ég um tómstundamenntun á fyrsta ári og það heillaði mig strax. Geðheilbrigði er mér hugleikið þar sem ég hef upplifað það að glíma við geðrænan vanda og finnst úrræði ábótavant fyrir ungt fólk. Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru 1 af 4 einstaklingum sem upplifa geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni.

Í náminu fórum við stundum í hópeflisleiki og framkvæmdum mikið og ég fann hvernig það hafði jákvæð áhrif á mig sem einstakling. Oft unnum við saman í hópum og ég fann að með tímanum fannst mér auðveldara að treysta hópnum og ég styrktist sem einstaklingur. Ég hugsa stundum að þessi þrjú ár voru eins og eitt stórt tómstundamenntunarnámskeið. Lesa meira “Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði”

Heimanám sem yfirtekur frítíma

Fyrir nokkrum árum var ég sem skátaforingi að leita að verkefnum til að gera með skátunum. Þemað í verkefninu var réttindi barna svo ég skoðaði vefsíðu umboðsmanns barna í leit að einhverjum skemmtilegum upplýsingum. Ég tók eftir að á síðunni er dálkur sem er tileinkaður börnum og unglingum og þar inni er sérstök spurt og svarað síða. Þegar ég renndi yfir spurningarnar sá ég spurningu frá 14 ára stúlku. ,,Hvað á maður að gera ef allur bekkurinn finnst að það sé of mikill lærdómur í skólanum og eftir skóla þarf maður að læra meira og maður vill minna heimanám”? Ég hneykslaðist yfir þessarri spurningu því stelpan var í grunnskóla og þar var sko ekkert heimanám miðað við menntaskóla. Ég hugsaði: „Bíddu bara þar til þú kemur í menntaskóla, þar er nefnilega svo miklu meira heimanám úr miklu þyngra efni“. Lesa meira “Heimanám sem yfirtekur frítíma”

Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”

Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga

Tíðni kynlífsathafna fer hækkandi hjá unglingum vegna áfengisneyslu. Þeir unglingar sem eiga stranga foreldra eru líklegri til þess að byrja fyrr að stunda kynlíf og þeir sem eiga afskiptalausa foreldra eru þar á eftir. Áfengisneysla er stór partur þess að unglingar sýni slæma kynhegðun, þau eru líklegri til þess að stunda óábyrgt kynlíf undir áhrifum áfengis. Við þekkjum það mörg að þegar maður er undir áhrifum áfengis þá er maður líklegri til þess að taka áhættur og gera hluti sem maður myndi vanalega ekki gera þegar maður er ódrukkinn. Lesa meira “Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga”