Er ég velkominn hér?

Flestir hafa lent í því að finnast þeir ekki velkomnir einhversstaðar. Hvort sem það er á vinnustað, heima hjá einhverjum sem er manni nærri eða bara meðal fólks sem maður þekkir ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að finnast við vera velkomin og það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum. Mér finnst gott að heyra góðan daginn þegar ég fer í búðina eða að hótelherbergið mitt sé vel upp á búið og hreint þegar ég leyfi mér þannig munað, það er búið að sjá um hlutina þannig að mín upplifun sé góð og að ég upplifi að ég sé velkominn aftur. Lesa meira “Er ég velkominn hér?”

Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Samvera skipar stóran sess í líf margra ungmenna og skipta vinirnir og önnur ungmenni mestu máli á þessum tíma. Að koma á stað þar sem að hægt er að læra í ró og næði en í leiðinni hægt að koma á sama stað hafa gaman með öðrum ungmennum. Hugmyndin er að bjóða upp á setur, aðstöðu þar sem að ungmenni frá aldrinum 16-25 ára geta nýtt sér á daginn. Að hafa aðstöðuna í samræmi við ungmennahúsið í hverfinu/ bænum, að setrið sé á vegum ungmennahússins og að sömu starfsmenn sjái um starfið bæði á kvöldin og daginn, bæði er það gert til að ungmenni sem að sækja aðstöðuna eru kunnug starfsfólki og eru örugg með sig að mæta á staðinn. Opnunartíminn er frá 10:00- 19:00 alla virka daga, svo er ákveðnir dagar sem að ungmennahúsið er opið á kvöldin. Lesa meira “Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára”

Þetta er ekki þolendum að kenna!

Einelti er eitthvað sem við öll þekkjum, það er búið að festa rætur sínar í samfélaginu og það er næstum ómögulegt að losna við það. 1 af hverjum 5 unglingum á aldrinum 12-18 ára verður fyrir einelti, hvort sem það sé líkamlegt, andlegt, beint eða óbeint. Ef þú hugsar til baka, hefur þú verið fórnarlamb eineltis? Þekkir þú einhvern sem var fórnarlamb eineltis? Varst þú einhvern tímann gerandi eineltis?

Það eru fáir sem viðurkenna að þeir hafi lagt einhvern í einelti en upp á síðkastið verð ég varari við það að fólk deili sinni reynslu sem þolendur af einelti. Ég sjálf hef verið lögð í einelti sem stóð yfir í nokkur ár og ég hélt alltaf að það væri mér að kenna vegna einhvers sem ég gerði en í dag veit ég betur, þetta var ekki mér að kenna. Lesa meira “Þetta er ekki þolendum að kenna!”

Nýjar áskoranir – Breytt heimsmynd

Frístundastarf er frjáls vettvangur þar sem óformlegt nám á sviði félagslegrar og lýðræðislegrar þátttöku, félagsleg virkni, félagsfærni og þróun sjálfsmyndar fer fram. Með þátttöku í frístundastarfi fá börn tækifæri til að leita þekkingar og efla færni sem þau geta notað seinna í samfélaginu. Í frístundastarfi kemur fjölbreyttur hópur barna með mismunandi uppeldi og uppruna og fá þau að upplifa margbreytilegt samfélag með skýrum römmum sem er mikilvægt fyrir þróun samfélags. Lesa meira “Nýjar áskoranir – Breytt heimsmynd”

Mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar

Bára Kristín ÞórisdóttirUnglingsárin eru árin sem margir bíða eftir og eru spenntir að fá að upplifa nýja hluti og fá að vera sjálfstæðari. Á þessum tíma eru þó margar breytingar sem eiga sér stað, bæði andlega og líkamlega. Sjálfmyndin er að mótast, sjálfstraustið fer upp og niður eftir dögum jafnvel klukkutímum og síðan eru það tilfinningasveiflurnar sem einkenna oft unglingsárin hjá mörgum unglingum enda er oft sagt að það sé sko ekkert létt að vera unglingur. Þegar sjálfsmyndin okkar er að mótast, erum við oft að leita af eiginleikum sem okkur langar til þess að hafa, hvernig manneskjur við viljum í raun vera. Lesa meira “Mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar”

Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?

Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið.  Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn.  Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga.  Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur.  Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”