Í námi mínu við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands las ég nýlega grein sem fjallar um kynjajafnrétti. Og heitir hún „Er áhugi á kynjajafnrétti sprottinn af áhyggjum af slakri stöðu drengja?“ Þessi grein vekur mann svolítið til umhugsunar og titillinn er frekar grípandi því maður tekur meira og meira eftir því í samfélaginu að drengir eru svolítið útundan í „kynjajafnréttis“ fræðslunni sem nú á sér stað. Lesa meira “Taka unglingar kynjajafnrétti alvarlega?”
Month: June 2017
Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi
Á undanförnum árum hefur þjóðin fylgst af stolt með árangri íslenskra afreksíþróttamanna á heimsmælikvarða. Sá fjöldi sem við eigum af afreksfólki er í raun ótrúlegur ef miðað er út frá höfðatölu. Hvaða áhrif hefur árangur íslenskra íþróttamann á unglinga? Hafa allir unglingar sömu tækifæri? Margir hafa bent á það hversu hvetjandi árangur Íslendinga sé fyrir ungt fólk sem fylgist með og eignast margir flottar fyrirmyndir í kjölfarið. Ég hef þó velt því fyrir mér hvort keppnisskapið og metnaðurinn geti orðið unglingum ofviða. Flest öll íþróttaiðkun krefst strangra æfinga og mikills aga, við kennum börnum að æfingin skapi meistarann sem er vissulega satt. En er eðlilegt að ætlast til þess að unglingar mæti á æfingar líkt og atvinnumenn, allt að sjö eða átta sinnum í viku? Auk þess að mæta daglega á æfingar þurfa þessir krakkar að sinna skólanum eins og aðrir. Það er æft á morgnana fyrir skóla, æft eftir skóla, á kvöldin og um helgar, ég velti því fyrir mér hvernig þetta sé yfirhöfuð gerlegt. Lesa meira “Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi”
Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?
Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir að þau hafa náð yfir 20 ára aldurinn. Á þessu skeiði eru ungmennin að byrja mynda sjálfsmynd sína og má því segja að þetta skeið sé eitt af mikilvægustu skeiðum á lífsleið okkar. Við förum öll á þetta skeið. Við lendum öll í því að finnast við vera týnd, vita ekki hvert við viljum stefna eða hvað við viljum gera við framtíðina sem blasir við okkur (Berger, 2015).
Lesa meira “Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?”