Þegar börn komast á unglingsárin þarf að huga að ýmsu. Unglingar finna fyrir miklum breytingum á líkama sínum, hugsunum og líðan. Þau verða sjálfstæðari, leita meira til vina og spegla sig og umhverfi sitt við jafningjahópinn.
Uppeldi er viðkvæmt og vandasamt. Ýmsar áhyggjur blossa upp þegar kemur að unglingsárum og foreldrar spyrja sig jafnvel hvernig mun þessi einstaklingur spjara sig í hinum stóra heimi, mun hann taka „réttar“ ákvarðanir og á ég sem foreldri að leiðbeina honum í einu og öllu eða leyfa honum að læra af mistökum? Lesa meira “Hver á að taka „spjallið“? Hugleiðingar til foreldra unglinga”