,,Það er ekkert að gera á þessum stað“

Í gegnum tíðina hef ég oft heyrt þessa setningu ,,það er ekkert að gera á þessum stað“ og eflaust eru margir aðrir sem koma frá litlum þorpum og bæjum utan af landsbyggðinni sem hafa heyrt þetta líka. Oftar en ekki þá má heyra unglingana segja þessi orð og ástæðan sú að þeim finnst lítið sem ekkert tómstundastarf vera í boði fyrir þá í sínum bæ. Vissulega er þetta rétt að mörgu leyti, það er kannski bara ein íþrótt sem hægt er að æfa, lítið úrval í hljóðfærakennslu, og félagsmiðstöðin  bara opin eitt kvöld í vikunni. Það er mikill munur á framboði og eftirspurn á tómstundum fyrir unglinga eftir búsetu. Lesa meira “,,Það er ekkert að gera á þessum stað“”

Að brjóta niður múra

Múrbrjóturinn er viðurkenning sem Landsamtökin Þroskahjálp veita árlega þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að fullgildri samfélagsþátttöku, mannréttindum og lífsgæðum þess til jafns við aðra. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember sl. féll Múrbrjóturinn m.a. í skaut Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins og Ruthar Jörgensdóttur Rauterberg, sem starfaði í Þorpinu í 11 ár en er núna aðjúnkt og doktorsnemi við HÍ.

Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir þar sem megin áherslan er lögð á barna- og unglingastarf. Við settum okkur það markmið að vera ávallt opin fyrir nýjungum og breytingum og miða starfsemina út frá þörfum samfélagsins hverju sinni. En mikilvægast er að við viljum mæta þörfum hvers og eins eftir bestu getu. Við viljum gera ráð fyrir margbreytileika mannlífsins og að allir geti fengið hvatningu og stuðning við hæfi í sínu tómstundastarfi. Það eru allir velkomnir í starfið okkar, alltaf.

Starf án aðgreiningar

Haustið 2007 byrjaði félagsmiðstöðin Arnardalur með tómstundastarf fyrir fötluð börn í 5.-10. bekk eftir að skóla lauk á daginn.Við kölluðum það Frístundaklúbb Arnardals. Gaman-saman starf Þorpsins byrjaði svo sem tilraunaverkefni haustið 2009 en það þróaðist út frá tómstundastarfi Frístundaklúbbsins sem var í fyrstu eingöngu ætlað fötluðum börnum en breyttist svo í tómstundastarf fyrir öll börn. Á þeim tíma vorum við búin að átta okkur á því að börnin í Frístundaklúbbnum voru miklar félagsverur sem áttu í góðu sambandi við jafnaldra sína í skólanum og okkur fannst mótsögn í því að verið var að þróa skólastarf án aðgreiningar en í frítíma vorum við að stuðla að aukinni aðgreiningu.

Haustið 2013 framkvæmdi Ruth með stuðningi Þorpsins þátttökurannsókn á Gaman – saman starfinu í Þorpinu þar sem 40 börn á aldrinum 10-12 ára og 6 frístundaleiðbeinendur tóku þátt. Það var megin niðurstaða rannsóknarinnar að þróun starfs fyrir margbreytilega barna- og unglingahópa byggir á samvinnu sem felst í því að allir taki virkan þátt. Við sáum líka að þátttaka í tómstundastarfi eins og Gaman-saman getur undirbúið okkur undir það að takast á við áskoranir í samfélagi fyrir alla. Börn sem við héldum að þyrftu mestu aðstoðina frá okkur fóru að blómstra og voru jafnvel drifkrafturinn í hópnum. Þau komu sjálfum sér á óvart, unnu mikla sigra og var það oft hvatningu jafnaldranna að þakka.

Við viljum skapa menningu sem viðurkennir margbreytileikann og umhverfi þar sem þátttaka allra þykir sjálfsögð. Við viljum líka sína fram á að starf á vettvangi frítímans er kjörið til þes að stuðla að aukinni þátttöku og auknum samskiptum milli fólks. Við upplifðum nefnilega að fjölbreytileikinn í hópnum gat dregið fram það besta í öllum.

Það að vera múrbrjótur er ekki átaksverkefni. Það er lífstíll og það er hugmyndafræði. Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi geta allir tekið þátt í öllu starfi Þorpsins.

Við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu og hún hvetur okkur til að halda áfram á þessari vegferð og fá aðra með okkur í lið. Það er nefnilega erfitt fyrir einn að brjóta niður múr en verður létt verk þegar allir hjálpast að.

Heiðrún Janusardóttir, verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála Akraneskaupstað

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, þroskaþjálfi og aðjúkt við HÍ

Tómstundir og lífsleikni

Hvað eru tómstundir? Margar fræðilegar skilgreiningar eru til á hugtakinu og enn fleiri í hugum einstaklinga sem allir leggja sína merkingu í orðið. Tími utan vinnu eða skóla? Allur frítími? Hvað ef vinnan er áhugamálið mitt? Er vinnan þá tómstund? Eða er tómstund allur óskipulagður tími, utan æfinga, funda, vinnu, skóla og annars? Er salsakvöld annan hvern þriðjudag tómstund? En ef ég fæ mér vínglas? Er vín tómstund? Eða fíkniefni? Ef ég neyti áfengis eða fíkniefna í frítíma mínum er það þá tómstund? Hvað með aðrar athafnir, hraðakstur, búðarhnupl, morð? Lesa meira “Tómstundir og lífsleikni”

Þar sem allir geta verið hetjur

Tíu karlar og konur lyfta sverðum, spjótum og skjöldum. Þau halda út í skóg og hafa augun opin. Hætta liggur við hvert fótmál, ógn bakvið hvert einasta tré. Fötin minna á miðaldir og tveir meðal þeirra klæðast skínandi brynju. Skyndilega koma þau í rjóður og sjá sjö orka þar. Eftir orðaskipti ákveður ein úr hópnum að gera árás. Það er stelpa með risa sverð í brynju og með skjöld sér til varnar. Það er öskrað og bardaginn er hafinn! Sverð og axir skella saman. Ekki líður á löngu þar til allir orkarnir eru dauðir. Fimm hetjanna særðust í bardaganum. Þær eru togðar á fætur upp og komið til galdramanns sem getur læknað þær. Hetjurnar öskra hraustlega meðan hann saumar sárin mað göldrum, húð og vöðvar smella saman eins og rennt væri rennilási. Lesa meira “Þar sem allir geta verið hetjur”

Það er líf eftir skóla

Kvöld eitt sat ég heima hjá mér líkt og önnur kvöld að læra, úr herbergi unglingsdóttur minnar sem nú senn lýkur 10. bekk bárust fagrir gítartónar þar sem hún var að æfa sig undir gítartíma.  Skyndilega þagna þessir tónar og hurðinni er hrundið upp og andlit birtist í gættinni  sem tilkynnti mér að þetta væri síðasti veturinn í gítar því hún ætlaði að hætta eftir þennan vetur,  ástæðan jú hún hefði svo mikið að gera í heimalærdómnum núna og það myndi ekki breytast þegar framhaldskólinn tæki við í haust.

Ég varð mjög hugsi yfir orðum unglingsins á heimilinu sem stundar ekkert annað en gítartíma utan skóla og fer ekki einu sinni í félagsmiðstöðina á kvöldin til að hitta jafnaldra. Að hún skuli ekki  hafa tíma til að stunda sitt eina tómstundastarf. Hvernig eru málum þá háttað með þau börn sem eru í öllu og þurfa að hafa nóg að gera. Geta þau stundað sitt tómstundastarf og náð að sinna heimalærdómnum svo vel sé  eða eru unglingar orðnir þrælar menntakerfisins 24 klst sólarhringsins  og sú staðreyndir sem blasir fyrir dóttur minni sé í raun sú staðreyndir sem unglingarnir í landinu þurfa að horfast í augu við.

Æ oftar heyri ég t.d að erfiðlega gengur að fá unglingana til að starfa fyrir skátahreyfinguna, taka að sér aðstoðarforingjahlutverk með okkur fullorðna fólkinu og vera okkur til aðstoðar og læra jafnvel eitthvað af okkur líka en svörin eru yfirleitt á sama veg, það er svo mikið að gera í skólanum að ég get það ekki eða jafnvel er það þannig að þau byrja full að tilhlökkunar en þurfa að játa sig sigruð á miðri leið. Okkur sem eldri erum þykir það mjög leitt og þeim enn frekar að geta ekki staðið við sitt sem í upphafi var lagt upp með.

Stefnan í grunnskólanum sem ég vinn í var þennan vetur að afnema heimalærdóm nemenda skólans með breyttri heimanámsstefnu sem fæli í sér að  afnema heimalærdóme eða  minnka hann um helling og halda jafnvel bara  inni heimalestrinum.  Ástæðan væri sú að vinnutíma barnanna væri lokið um leið og skóla sleppir.  Við sem værum á vinnumarkaðnum værum ekki alltaf hamingjusöm ef við værum látin vinna alltaf eftirvinnu í lok okkar vinnudags og jafnvel þurfa að taka með okkur heim. Hvort þessi stefna grunnskólans sé að skila tilætluðum árangri og hvort fylgni sé með því að tómstundastarf og annað frístundastarf sé stundað að meira kappi  ef  unglingarnir hafi meiri tíma til þess skal ósagt.

Sagan sem ég byrjaði þessa greinaskrif mín á er sönn og blákaldur sannleikur, við erum venjuleg íslensk kjarnafjölskylda sem saman stendur af tveimur fullorðnum og tveimur börnum á grunnskólaaldri og ef það flokkast undir að hafa hund sem part af kjarnafjölskyldulífnu þá er hann svo sannanleg til staðar.  Hvernig er málum háttað annarstaðar hjá svo nefndum kjarnafjölskyldum annarstaðar á landinu? Nú geri ég ráð fyrir að mín fjölskylda sé ekki eitthvað frábrugðin öðrum.  Er ég því hugsi yfir stöðu unglinga okkar í þessu samfélagi, unglinganna sem jafnvel dæmdir eru til að taka heimavinnuna með sér heim ólíkt okkur sem fullorðin erum á kostnað frítíma þeirra og tækifæra til að stunda sitt tómstundastarf og eiga líf eftir að skóla lýkur á daginn.

Fanný Björk Ástráðsdóttir,

nemandi í tómstunda og félagsmálafræði við HÍ, móðir og skáti

Stuðningsforeldri

Að gerast stuðningsfjölskylda/foreldri þýðir að þú tekur að þér barn til móttöku eða dvalar á þínu heimili með því markmið að styðja foreldra barnsins í forsjárhlutverki, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barnsins eftir því sem á við. Stuðningsfjölskyldur eru veittar á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks eða barnaverndalaga eftir því sem á við. Það er ákveðið ferli sem þarf að framfylgja til þess að gerast stuðningsforeldri og er hægt að fá allar þær upplýsingar inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar ef áhugi er fyrir hendi. Lesa meira “Stuðningsforeldri”