2017 árgerðin af unglingi

Unglingsárin hafa lengi verið þekkt sem erfiðasta tímabil einstaklings. Unglingurinn finnur að hann er að verða sjálfstæður einstaklingur, vill finna sjálfan sig og prófa sig áfram í lífinu. Á þessum tímamótum, þar sem hann er hvorki barn né fullorðinn, þá stendur hann oft á krossgötum. Með tilkomu sterkra eigin skoðana á þessum aldri þá vill unglingurinn oft ekki lúta öllu því sem fullorðna fólkið segir en á sama tíma veit unglingurinn oft ekki í hvorn fótinn er best að stíga. Sjálfstæðið rís í unglingnum og hann hafnar þá oft leiðsögn, þó hann þarfnist hennar.  Svo það er skiljanlegt að unglingsárin séu talið erfiðasta tímabil hvers einstaklings. Lesa meira “2017 árgerðin af unglingi”

Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga

Börn og unglingar búa í dag við tíðar tækniframfarir og eru samfélagsmiðlar hvort sem við viljum eða ekki  alltaf að verða meira áberandi í þeim efnum. Margt má nefna í þessu samhengi eins og facebook, snapchat, ingstagram og eflaust eru fleiri miðlar í gangi sem ég hef ekki nöfn á ennþá en ætlun mín er að kynna mér þessa miðla betur.

Ég er kona á besta aldri eins og sagt er eða um fertugt  og er ég búin að ganga í gegnum þessar tækniframfarir frá því að eiga pennavin, já eflaust reka margir upp stór augu af yngri kynslóðinni og skilja ekki af hverju né hvað það er. Lesa meira “Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga”

Hrelliklám og netnotkun unglinga

Renata_ZdravkovicUnglingar í dag eru mjög uppteknir af því sem er að gerast á samfélagsmiðlum, það uppteknir af því að missa ekki af neinu þar að þau missa stundum tengsl við sitt daglega líf og virðast meira í netheimum með hugann en í sínu raunverulega lífi. Mestu máli virðist skipta að eiga sem flesta netvini og fá eins mörg „like” og hægt er á það sem maður „póstar” þar inn.

Rafrænt einelti er mjög algengt, algengara en við gerum okkur grein fyrir. Gerendum eineltis virðist oft finnast auðveldara að ráðast á fórnalambið í gegnum tölvuskjá frekar en að horfast í augu við þann sem verið er að leggja í einelti.
Oft á tíðum eru skilaboðin jafnvel nafnlaus. Ef einstaklingurinn er ekki með því betri sjálfsmynd og sjálfstraust getur þetta einelti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Þær upplýsingar sem ratað hafa á netið um einstaklinginn eins og til dæmis myndir eru komnar til að vera. Mjög erfitt er að fjarlæga af netinu það sem einu sinni er komið þar inn. Lesa meira “Hrelliklám og netnotkun unglinga”