Upplifun úr eigin lífi er kveikjan að áhuga mínum á efninu. Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi, nánar tiltekið Selfossi, þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki góð, en nú í dag er íþróttaaðstaðan þar með þeim betri á landinu (Sveitafélagið Árborg, e.d.). Aðstaðan hefur farið batnandi, bæði vegna stækkunar á bæjarfélaginu og auknum áhuga á íþróttum. Á mínum yngri árum æfði ég bæði fótbolta og fimleika en flestir á mínum aldri voru í fleiri en einni íþrótt. Mikil aðsókn hefur verið í íþróttir á mínum heimaslóðum en með bættri aðstöðu jókst fjöldi þeirra sem stundaði íþróttir. Margir ferðast til dæmis yfir Hellisheiðina til þess að komast í betri aðstöðu í Reykjavík. Það er því mjög mikilvægt að það sé í boði íþróttaaðstaða, í öllum bæjarfélögum, sem nýtist öllum iðkendum sem hafa áhuga á þeim íþróttum sem eru í boði. Betri aðstaða til íþróttaiðkunar getur aukið aðsókn sem skilar sér síðan til bæjarfélagsins. Lesa meira “Íþróttaaðstaða ungs fólks”
Tag: íþróttir
Bagg er ekki bögg eða hvað?
Þegar talað er um íþróttir og unglinga hugsa flestir um heilsusamlega afþreyingu. Hins vegar fylgir notkun munntóbaks oftar en ekki íþróttum nú til dags. Það er mest áberandi í fótboltaheiminum en teygir einnig anga sína í aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera hópíþróttir þar sem það skiptir máli að vera samþykktur af þeim sem eru í hópnum. Ætla má að jafningjaþrýstingur hafi mikil áhrif á notkun munntóbaks og nýliðar horfi til þeirra sem fyrir eru.
En einhvers staðar byrjaði notkunin. Munntóbak virðist hafa fest sig í sessi þannig að í fyrstu hafi lumman verið tekin sem verðlaun eftir leik en þróast þannig að lumman fylgdi einnig æfingum. Í dag er munntóbak orðið algeng sjón. Þó svo að munntóbak sé ólöglegt hér á landi þá er það samt viðurkennt. Lesa meira “Bagg er ekki bögg eða hvað?”
Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“
Við sitjum við eldhúsborðið og umræður snúast um „hina krakkana“ eins og börnin mín kalla þau en það eru krakkarnir sem ekki stunda íþróttir alla daga vikunnar. Hvað gera þeir unglingar sem ekki æfa íþróttir í frítíma sínum ? Þegar ég spyr 13 ára dóttur mina hvað vinir hennar í skólanum geri og hvort þau færu kannski í félagsmiðstöð skólans var svar hennar einfalt – „hvað er félagsmiðstöð“?
Ég á 2 börn á unglingsaldri sem æfa afreksíþrótt alla daga vikunnar 3-4 klst í senn og er því íþróttahúsið þeirra annað heimili. Þar eru þeirra bestu vinir og umhverfi sem þeim líður vel í. En eru íþróttabörnin mín að fara á mis við mikilvægan hluta unglingsáranna með því að verja öllum sínum tíma í íþróttahúsinu og missa því af mjög mikilvægu starfi félagsmiðstöðvanna? Lesa meira “Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“”
Elsku mamma!
Ég er svo heppin að fá að vera dóttir þín og að hafa valið þig sem mömmu. Frá unga aldri og fram á fullorðinsár kem ég til með að fylgjast grannt með öllu því sem þú gerir og segir. Ég lít nefnilega upp til þín, þú verður mín helsta fyrirmynd. Pabbi verður sjálfsagt frábær líka, en af því að ég er dóttir þín og þú ert mamma mín, munt þú hafa dýpri áhrif á hugmyndir mínar um kynin og kynhegðun. Ég veit það, mamma, því rannsóknirnar segja það nefnilega! Ég á mér draum, mamma. Draum um að úr mér verði eitthvað stórfenglegt. Ég veit að ég er stelpa, og stundum halda stelpur aftur af sér við að láta drauma sína rætast. Ég heyrði það, er það satt, mamma? Mig langar nefnilega að geta gert allt. Mig langar að verða sterk, eins og Lína Langsokkur. Hvernig get ég orðið sterk? Lesa meira “Elsku mamma!”