Unglingadrykkja og reykingar

Ég hef mikið verið að pæla í því hvort að unglingadrykkja hafi minnkað síðastliðin ár. Mér fannst meira um þetta hér þegar ég var yngri og fann mikið fyrir því að fólk hafi byrjað að drekka mjög ungt. Þegar ég var að stíga mín skref inn í unglingsárin þá voru margir byrjaðir að drekka og þá þótti frekar hallærislegt að drekka ekki áfengi og finnst mér það vera öfugt í dag. Ég hef verið minna vör við unglingadrykkju nú til dags. Ég á bróðir sem er í 10. bekk og eru mjög fáir í kringum hann sem eru byrjaðir að drekka. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað hefur áhrif á að unglingar byrji að drekka seinna í dag en hér áður. Held ég að íþróttir spili þar stóran þátt því mér finnst meira um að unglingar vilji ná betri árangri í tómstundum sínum. Lesa meira “Unglingadrykkja og reykingar”

Einelti er dauðans alvara …

Að flytja á nýjan stað getur haft margt í för með sér, bæði jákvætt og neikvætt og skiptir þá engu máli á hvaða aldri maður er. Það getur bæði verið spennandi en einnig getur því líka fylgt mikil óvissa, sér í lagi fyrir yngri kynslóðina þar sem að þau eru sífellt í mótun og sum hver þola illa breytingar.

Oft gera börn sér ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera þegar að þau taka nýja nemandann fyrir bæði með því að stríða og skilja t.d. út undan. En hvað er það sem veldur því að einstaklingar leggja aðra einstaklinga í einelti? Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði og má finna einn Lesa meira “Einelti er dauðans alvara …”

Frá fikti til dauða

Árið 2018 er ný gengið í garð og hafa nú þegar sex einstaklingar látið lífið af völdum fíkniefnaneyslu, sex einstaklingum of mikið. Einstaklingarnir eru með misjafnan bakgrunn og eru á öllum aldri sem skilja eftir sig börn, foreldra, maka og aðra ættingja og vini í miklum sárum. Að sjá á eftir ástvini sem fer þessa leið er hræðilegt. Hver einn og einasti aðstandandi hugsar með sér hvað hefði ég getað gert betur? Hvað klikkaði? Fyrst kemur reiðin, síðar sorgin og svo söknuðurinn. Lesa meira “Frá fikti til dauða”

Unglingar og tómstundir

Tómstundir eru mjög mikilvægar fyrir börn og unglinga, hvort sem það eru íþróttir eða eitthvað annað. Það er áhugavert að skoða félagsmiðstöðvar og starfsemi þeirra, en hvað er gert í félagsmiðstöð? Er það bara staður til þess að eyða tímanum eða er einhver dagskrá þar sem hægt er að taka þátt í og er hún fjölbreytt svo hún höfði til sem flestra? Lesa meira “Unglingar og tómstundir”

Forvarnir

Börn og unglingar er sá hópur sem eru í mestri hættu á að byrja að drekka því flest allir eldri eru búnir að móta sér stefnu hvort þeir muni drekka eða ekki. Hvernig getum við sem samfélag reynt að koma í veg fyrir að unglingar verði fyrir áhrifum samfélagsins um áfengisneyslu? Eins og staðan er núna eru áfengisauglýsingar bannaðar sem gerir það að verkum að börn og unglingar finna ekki jafn mikið fyrir þrýstingi um að byrja að drekka. Sú frábæra hugmynd sem var framkvæmd hér að hafa vínbúð þar sem aðeins er selt áfengi er frábær og góð forvörn. Freistingin sem felst í því að hafa áfengi í búðum og sýnilegra en það er núna er mjög neikvæð þróun. Fólk á að hafa aðgang að áfengi en það þarf að taka umræðuna um alvarleika þess að hafa áfengi á fleiri stöðum en það er á nú. Lesa meira “Forvarnir”

Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga

Forvarnir eru mikilvægar fyrir alla hópa en sérstaklega mikilvægar fyrir unglinga. Forvarnir eru margþætta og gerast þó svo við tökum ekki eftir því. Félagsmiðstöðvar, foreldrar, vinir og sértæk forvarnafræðsla eru hluti af forvörnum sem unglingar fá á þessum aldri.  Ísland er að standa sig vel í þessum málum að mínu mati en það er alltaf hægt að gera betur.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það, og við vitum það sennilega flest öll að,  íþróttaiðkun hefur gríðarlega mikið forvarnagildi, sérstaklega á unglingsaldri. Rannsóknir hafa sýnt að það er ólíklegra að þú sýnir áhættuhegðun ef þú stundar íþróttir. Lesa meira “Forvarnir og íþróttaiðkun unglinga”