Unglingar í dag eyða mun meira af tímanum sínum fyrir framan skjáinn en gert var áður fyrr. Nú er ekki lengur bara sjónvarp í boði heldur eru það líka snjallsímar, spjaldtölvur, leikjatölvur og margt meira. Á þessum tækjum er svo ótrúlega fjölbreytt val af ,,afþreyingu” í boði fyrir unglingana og má þar á meðal nefna TikTok, Snapchat og Youtube. En vita unglingarnir og foreldrarnir hvað þessi aukni skjátími þýðir fyrir þau eða hvaða áhrif þetta hefur á heilsu þeirra? Margar rannsóknir bæði íslenskar og erlendar hafa kannað áhrif tölvunotkunar á andlega vellíðan og líkamlega heilsu unglinga og hafa þær flestar einblínt á slæmar hliðar of mikillar tölvunotkunar en þrátt fyrir það þarf tölvunotkun ekki að vera alslæm. Lesa meira “Tíminn fyrir framan skjáinn”
Author: eyglo
Áhrif kláms á unglinga
Tíminn líður og er margt sem breytist með honum. Það sem áður hefur verið talið ,,eðlilegt” er ekki samþykkt í dag og öfugt. Eitt af því sem breytist með tímanum er mannfólkið. Það er í okkar eðli að aðlagast nýjum hlutum. Tæknin er þróaðri og betri, fólk og mörg málefni opnari. Áður hefur kynlíf og klám verið taboo og enginn talað opinskátt um það. Það er mikilvægt að unglingar fái næga og góða kynfræðslu því kynlíf getur verið stór partur í lífi okkar. En hvað er góð kynfræðsla og hvar afla unglingar sér upplýsinga? Í þessari grein ætla ég að fjalla um klám og unglinga. Horfa unglingar á klám? Nota þau klám sem kynfræðslu? Hvernig áhrif hefur klám á unglinga? Lesa meira “Áhrif kláms á unglinga”
Stöðvum eltingaleikinn
Samanburður við aðra hefur alltaf átt stóran þátt í að skilgreina sjálfsmynd okkar. Við berum okkur saman við annað fólk og hefur samanburður við fyrirsætur, íþróttamenn og annað frægt fólk og áhrif þess á sjálfsmynd okkar verið grunnurinn í ótal rannsóknum. Í dag hefur þessi samanburður við annað fólk ekkert minnkað og við bætist að nú erum við líka að bera okkur saman við tölvugerðar útlitsbættar myndir af okkur sjálfum. Lesa meira “Stöðvum eltingaleikinn”
Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda
Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf mitt og tel ég að ef að ég hefði ekki kynnst þessari jákvæðu tómstund á þessum erfiða tíma í lífi mínu hefði ég átt erfiðari unglingsár og sjálfsmynd mín hefði eflaust verið mun verri í dag. Á unglingsárum er maður að þroska sjálfsmynd sína. Margir þættir geta haft slæm áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og má þar t.d. nefna einelti, fátækt, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Lesa meira “Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda”
Mikilvægi Hinseginfræðslu
Eins og flestir vita er ekkert að því að vera hinsegin og það ætti að teljast alveg jafn venjulegt og að vera gagnkynhneigður. Það er samt erfitt að gera sér grein fyrir því þegar allir sem maður þekkir eru gagnkynhneigðir. Þegar ég var fimmtán ára kom ég út úr skápnum fyrir þeim sem voru mér nánastir. Það er rétt að segja að það hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Fyrir það fór ég í gegnum tvö ár af kvíða, streitu og sjálfshatri í ótta við það að vera ekki samþykktur af þeim sem ég umgengst alla daga. Heppilega tóku því allir vel og fátt breyttist en ég sit samt ennþá uppi með langvarandi áhrif streitu og kvíða. Ótal margir unglingar fara líklega í gegnum svipaða upplifun og ég á ári hverju. Ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort að hinseginfræðsla í skólum og tómstundastarfi geti á einhvern hátt hjálpað hinsegin unglingum að sættast við sjálf sig og haft áhrif á það hvernig gagnkynhneigðir unglingar horfa á hinsegin fólk. Lesa meira “Mikilvægi Hinseginfræðslu”