Fyrir rétt rúmum tveimur árum var sett á laggirnar Orðanefnd í tómstundafræðum og fjallað var um stofnun hennar í Frítímanum. Nú í sumar barst nefndinni liðsauki í formi sumarstarfsmanns fyrir tilstilli styrkja frá Æskulýðsráði og Málræktarsjóði. Nefndin réð til starfa Karítas Hrundar Pálsdóttur, nema í grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands. Frítíminn tók Karítas tali nú á lokametrum ráðningartímans og spurðist fyrir um starf hennar fyrir nefndina í sumar.
Lesa meira “Orðin og frítíminn – Stuðningur við fagstarf og fræði”