Orðin og frítíminn – Stuðningur við fagstarf og fræði

karitas_hrundar_palsdottir_myndFyrir rétt rúmum tveimur árum var sett á laggirnar Orðanefnd í tómstundafræðum og fjallað var um stofnun hennar í Frítímanum. Nú í sumar barst nefndinni liðsauki í formi sumarstarfsmanns fyrir tilstilli styrkja frá Æskulýðsráði og Málræktarsjóði. Nefndin réð til starfa Karítas Hrundar Pálsdóttur, nema í grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands. Frítíminn tók Karítas tali nú á lokametrum ráðningartímans og spurðist fyrir um starf hennar fyrir nefndina í sumar.

Lesa meira “Orðin og frítíminn – Stuðningur við fagstarf og fræði”

„Kill them with kindness“ – Áhættuhegðun unglinga

ÞVE myndUnglingsárin eru afar áhugavert og áhrifamikið þroskaferli í lífi okkar. Urmull rannsókna, bæði íslenskra og erlendra, hafa sýnt fram á hvað skiptir mestu máli til að einstaklingur komi sem best út úr því þroskaskeiði; hverju skuli hlúa að, hvað þurfi að varast og hvað við, uppalendurnir, getum gert. Oft er markmiðið að koma í veg fyrir svokallaða áhættuhegðun eða bregðast við áhættuhegðun. En hvað er áhættuhegðun, hvernig birtist hún og hvað er til ráða? Lesa meira “„Kill them with kindness“ – Áhættuhegðun unglinga”

Fjögur hundruð orð í tómstundaorðabankann

ordanefnd_mynd_sumar2015
Á myndinni eru Jakob, Hulda, Ágústa, Unnsteinn, Karítas og Eygló.

Orðanefnd í tómstundafræðum hefur að undanförnu safnað saman um 400 orðum sem tilheyra tómstunda- og æskulýðsstarfi á Íslandi. Í október stefnir nefndin á að senda þennan orðabanka til umsagnar til þeirra sem starfa innan tómstunda- og æskulýðsstarfs á Íslandi og almennings. Það er von orðanefndarinnar að sem flestir leggi orð í belg.

Lesa meira “Fjögur hundruð orð í tómstundaorðabankann”

Gæðamat á frístundastarfi

sigrun_sveinbjornsdottirGæði frístundastarfs hefur í gegnum tíðina verið umræðuefni þeirra sem að því standa og sitt sýnist hverjum um hvað sé gott frístundastarf og hvernig ná skuli fram því besta hjá þeim sem þar eru þátttakendur. Sigrún Sveinbjörnsdóttir er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað að frístundamálum hjá Reykjavíkurborg hátt á annan áratug. Hún hefur ásamt Björk Ólafsdóttur, matsfræðingi, leitt þar vinnu við gerð gæðaviðmiða fyrir frístundastarf og Frítíminn forvitnaðist um þetta verkefni hjá Sigrúnu.

Lesa meira “Gæðamat á frístundastarfi”

Þjónandi forysta – Eitthvað vælulegt og í besta falli fyrir kerlingar?

Steingerður Kristjánsdóttir
Steingerður Kristjánsdóttir Verkefnisstjóri á skrifstofu frístundamála hjá SFS

Oft er ég spurð hvort þjónandi forysta (e. servant leadership) sé ekki bara einhverjar kerlingabækur, eitthvað fyrir ístöðulausa stjórnendur og undirlægjur? Svarið er nei! Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem mörg stórfyrirtæki hafa tileinkað sér með það að markmiði að hámarka afköst og arð með gæði og starfsánægju í fyrirrúmi. Má þar nefna bandarísk fyrirtæki á borð við South West Arlines, Starbucks, TDIindustries og Zappo svo eitthvað sé nefnt. Íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tileinka sér þjónandi forystu fer einnig mjög fjölgandi.

Lesa meira “Þjónandi forysta – Eitthvað vælulegt og í besta falli fyrir kerlingar?”

Hópastarf og samvinna

einar_rafnFrítíminn brá sér á starfsdaga SAMFÉS á Úlfljótsvatni nú í september. Meðal margra áhugaverðra erinda þar var erindi Einars Rafns Þórhallssonar, tómstunda- og félagsmálafræðings og framhaldsskólakennara, um samvinnu í hópum. Frítíminn króaði Einar af og spurði hann nánar út í erindið og áhuga hans á hópafræðunum.

Lesa meira “Hópastarf og samvinna”