Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við gerðum. Það sem hjálpaði mér voru foreldrar mínir og skólastjórarnir mínir. Þau hlustuðu á mig og sýndu mér skilning, virtu skoðanir mínar og hikuðu aldrei við að leyfa mér að prófa mig áfram. Það er þeim að þakka að unglingsárin mín voru frábær, að minningarnar mínar, sem eru ótal margar, eru skemmtilegar og þær ylja mér og gleðja mig. Lesa meira “Bara að einhver hlusti”
Tag: tómstunda- og félagsmálafræði
,,Og er alveg þörf fyrir svona fólk í þjóðfélaginu?“
,,Og hvað ertu að læra segirðu?“ Spurði Helga kunningjakona mín sem ég hafði ekki séð í talsverðan tíma. Ég stóð í miðri mjólkurvörudeildinni í Hagkaup og hafði gripið mér laktósafría Hleðslu og banana. Ég andvarpaði. Hún horfði á mig stóreygð og spyrjandi. Ég vissi að nafnið eitt myndi alls ekki útskýra greinina í heild sinni og undirbjó mig undir ræðuna.
Ég er í ótrúlega skemmtilegu og fjölbreyttu námi sem heitir Tómstunda- og félagsmálafræði. „Já okei, ertu þá ekki að fara vinna á svona frístundaheimili?“ spurði hún brosandi. Jaaa… nei… ég meina ég gæti gert það og það er til dæmis fullt af fólki sem að velur sér þetta nám og ætlar sér að starfa með börnum og unglingum á þeim vettvangi eða öðrum. En það er töluverður misskilingur í gangi sem veldur því að fólk tengir þetta nám einungis við þetta starf. Ég til dæmis hef meiri áhuga á að starfa með fullorðnum. „bíddu… nú skil ég ekki“. Lesa meira “,,Og er alveg þörf fyrir svona fólk í þjóðfélaginu?“”
Unglingar eiga það besta skilið
Tómstundir fyrir unglinga eru fjölbreyttar og öruggt að þeir finna eitthvað við sitt hæfi í þeim aragrúa viðfangsefna sem félagsmiðstöðvar bjóða þeim uppá. Margir kjósa íþróttir og tónlistarnám meðfram skyldunámi en aðrir velja sér þá leið að stunda félagsmiðstöð. Enn aðrir fara svo í skátana, björgunarsveitir eða jafnvel æskulýðsstarf kirkjunnar. Lesa meira “Unglingar eiga það besta skilið”