Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga

Tíðni kynlífsathafna fer hækkandi hjá unglingum vegna áfengisneyslu. Þeir unglingar sem eiga stranga foreldra eru líklegri til þess að byrja fyrr að stunda kynlíf og þeir sem eiga afskiptalausa foreldra eru þar á eftir. Áfengisneysla er stór partur þess að unglingar sýni slæma kynhegðun, þau eru líklegri til þess að stunda óábyrgt kynlíf undir áhrifum áfengis. Við þekkjum það mörg að þegar maður er undir áhrifum áfengis þá er maður líklegri til þess að taka áhættur og gera hluti sem maður myndi vanalega ekki gera þegar maður er ódrukkinn. Lesa meira “Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga”

Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!

ivar orri aronssonKynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu og töldu upp 2 skipti, í 6. bekk og síðan í 9. bekk. Einn viðmælandi sagðist hafa lært meira á svokölluðu Tabú kvöldi í félagsmiðstöðinni sinni en í kynfræðslu í skólanum. Þar gátu krakkarnir skrifað nafnlausar spurningar og vangaveltur á miða og síðan var tekin umræða um það með öðrum unglingum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Lesa meira “Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!”