Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað „tilraunaverkefni“. Lesa meira “Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?”
Category: Aðsendar greinar
Aðsendar greinar
Er nóg pláss fyrir alla?
Ableismi veldur því að fötluð ungmenni verða fyrir útskúfun og jaðarsetningu. Það byggir á þeirri hugmynd að fötlun sé í eðli sínu neikvæð og óæskileg. Ablelismi eru kerfisbundnir fordómar gagnvart fötluðu fólki hvort sem er varðandi aðgengi eða félagslega þátttöku.
Tómstundir skipta miklu máli í lífi barna og ungmenna. Þær þroska félagsfærni, efla hæfni og þekkingu. Allt skiptir þetta máli en eru tækifærin til staðar til þess að hver og einn geti tekið þátt? Ég er 23 ára einstaklingur með fötlun og verandi fatlaður þá hef ég upplifað það á eigin skinni hvað tómstundastarf spilar stórt hlutverk í mínu lífi. Fatlað fólk verður því miður oft mikill eftirbátur þegar kemur að virkri þátttöku í samfélaginu. Allt of oft er ekki gert ráð fyrir fötluðu fólki í tómstundastarfi hvort sem það eru íþróttir, á tónleikum eða skólaböllum. Lesa meira “Er nóg pláss fyrir alla?”
Áhrifavaldar í lífi ungs fólks
Að vera unglingur getur verið erfitt og flókið, samt á sama tíma besti tími lísins. Það er margt að hugsa um og pæla í. Það eru allskonar hlutir og manneskajur í nærumhverfi unglings sem geta haft áhrif á þessar hugsanir og pælingar, en þeir áhrifamestu eru jafnaldrar. Vinir og jafnaldrar eru stærstu ,,áhrifavaldar‘‘ í lífi ungs fólks. Jafnaldrar eru mjög öflugir áhrifavaldar í lífi unglinga og geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hegðun, upplifun og útlit. Lesa meira “Áhrifavaldar í lífi ungs fólks”
Fjárhagserfiðleikar skerða möguleika í tómstundum
Það er alltaf talað um það hversu mikilvægt það sé fyrir börn að stunda tómstundir. Það er þroskandi, eflir sjálfsmynd barna og stuðlar að almennri heilsu og vellíðan. Það gefur því augaleið að það sé mjög gott fyrir börn að stunda þær, en eru þær aðgengilegar öllum?
Við nánari skoðun þá er það þannig að um 19% foreldra á örorku hafa ekki tök á því að greiða fyrir tómstundir hjá börnum sínum. Það getur verið mjög dýrt að stunda tómstundir og oftar en ekki er frístundastyrkurinn sem veittur er börnum ekki nema brot af heildarkostnaði. Síðan þarf líka að greiða aukalega fyrir mót, æfingaföt, búninga, hljóðfæri eða leigu á hljóðfæri, bækur eða hvað eina sem vantar til þess að geta stundað tómstundina sem um er að ræða að hverju sinni. Þetta er ávísun á að börn þeirra sem eiga minna á milli handanna verði útundan, einangrist félagslega og geti ekki tekið þátt eins og önnur börn. Lesa meira “Fjárhagserfiðleikar skerða möguleika í tómstundum”
Ertu að skemma á þér húðina?
Þegar fólk kemst á unglingsaldur er mikilvægt að hugsa vel um húðina. Þó er ekki sama hvernig er hugsað um húðina eða hvaða efni og snyrtivörur eru notaðar. Sífellt meira hefur borið á því á undanförnum árum að unglingar, og þá helst stelpur, séu að nota virkar húðvörur sem ætlaðar eru fullorðinni húð eða jafnvel húð eldra fólks og vinna gegn öldrun húðarinnar. Slíkar húðvörur eru ekki ætlaðar fyrir notkun á húð ungmenna og geta jafnvel valdið varanlegum skaða. Lesa meira “Ertu að skemma á þér húðina?”
Þreyttir og myglaðir unglingar alla virka daga
Unglingsárin … tíminn sem maður vaknaði eldsnemma í skólann eftir að hafa vakað allt of lengi kvöldið áður. Ég held að margir tengi unglingsárin sín við slíkar minningar, en þá spyr ég hvers vegna er skólatími barna og ungmenna sá sami? Ef maður virkilega veit eitthvað um þroska ungmenna þá meikar það eiginlega ekki sens. Margar rannsóknir í gegnum tíðina hafa skoðað svefnvenjur ungmenna. Þar hefur meðal annars komið í ljós að ungmenni fara allt of seint að sofa, og þá sérstaklega vegna skjánotkunar í nútímasamfélagi. Líkams- og heilaþroski á unglingsárunum virka eftir allt öðrum lögmálum en á öðrum tímabilum lífsins. Þau breytast í hálfgerðar næturuglur þar sem þau sofa, borða og sinna ýmsum athöfnum á allt annan hátt og á öðrum tíma en bæði börn og fullorðnir. Til hvers byrjar hefðbundinn skólatími hjá ungmennum þá klukkan 8:10 í flestum skólum?