Unglingsárin eru árin sem margir bíða eftir og eru spenntir að fá að upplifa nýja hluti og fá að vera sjálfstæðari. Á þessum tíma eru þó margar breytingar sem eiga sér stað, bæði andlega og líkamlega. Sjálfmyndin er að mótast, sjálfstraustið fer upp og niður eftir dögum jafnvel klukkutímum og síðan eru það tilfinningasveiflurnar sem einkenna oft unglingsárin hjá mörgum unglingum enda er oft sagt að það sé sko ekkert létt að vera unglingur. Þegar sjálfsmyndin okkar er að mótast, erum við oft að leita af eiginleikum sem okkur langar til þess að hafa, hvernig manneskjur við viljum í raun vera. Lesa meira “Mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar”
Month: April 2021
Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?
Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið. Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn. Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga. Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”
Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi
Fjórða grein Heimsmarkmiða (2015) kveður á um menntun fyrir alla. Og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa átt aðild að síðan árið 1992 er hægt að vitna í margar greinar sem tengja má við jöfnuð og aðgang að menntun. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) kemur jafnframt í ljós sú staðreynd að framhaldsskólanum beri að sinna öllum nemendum hvernig svo sem undirbúningi þeirra er háttað úr grunnskóla, stuðla að alhliða þroska þeirra, búa þá undir störf í þjóðfélaginu og frekara nám. Lesa meira “Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi”