Geta stjórnvöld opnað augun?

Ég flokka mig sem fagmann í frítímaþjónustu. Reynsla mín hefur kennt mér að staðan getur verið gríðarlega erfið og krefjandi. Unglingarnir leita til okkar sem trúnaðarmanna og jafnvel sem vina til að hjálpa þeim að vísa veginn fyrir framtíðina. Þessi vettvangur skapar tækifæri fyrir einstaklinga, þar sem á að vera fullt aðgengi fyrir alla. Þegar litið er á starfsemi félagsmiðstöðva er mikilvægi starfsmannsins gríðarleg. Starfsmaður starfar sem fyrirmynd, sinnir mismunandi hlutverkum í lífi barna og unglinga. Hann er félagi, ráðgjafi og fræðari. Starfsmaður þarf að þekkja hlutverk sitt, virða trúnað og hafi ástríðu fyrir starfinu sínu. Starfsmaður þarf að vera góður leiðbeinandi og nýta og ígrunda sína reynslu, þekkja sín mörk og hafa góða samskiptatækni.

Eins og við erum alltaf að komast meira og meira að, er frítíminn hjá unglingum og börnum í dag er mikill, sérstaklega fyrir þá sem stunda ekki skipulagt íþróttastarf. Þær athafnir sem eiga sér stað í frítíma einstaklings má flokka sem tómstundir. En mikilvægt er að athöfnin feli í sér vellíðan og aukin lífsgæði. Með auknum frítíma barna og unglinga koma nýjar kröfur til félagsmiðstöðva sem ýtir undir það að fagfólk á vettvangi þurfi að leggja meiri áherslu á faglegu hliðar starfsins.

Samt sem áður er lítil sem enginn lagalegur rammi fyrir starf félagsmiðstöðva. Frá sjötta áratugnum þá hafa kröfur um fagmennsku aukist að einhverju leyti. Hérlendis hljóðar það svo að lögbundið frístundastarf nær til níu ára aldurs. Lagalegur rammi félagsmiðstöðva er því enginn en það myndi auka gæði starfsins til muna.  Núverandi reglugerðir skilgreina ekki félagsmiðstöðvar sem lögbundna grunnþjónustu. Þetta setur okkur sem starfsstétt í óörugga stöðu þar sem fáar eða engar starfslýsingar eru til staðar fyrir starfsfólk og stjórnendur félagsmiðstöðva. Lagalegur rammi tryggir einnig sveitafélögum fagleg viðmið og mögulega hindrar þetta misræmi á milli sveitafélaga.

Ef að sveitarfélög neyðast til þess að setja upp sínar reglur, markmið og áætlanargerðir í kringum félagsmiðstöðvar, mun stéttarskipting innan þessa viðkvæma kerfis myndast sem er nú þekkt að einhverju leiti í dag. Þetta er eitthvað sem við ættum að forðast því eins og áður kom fram ætti þetta að vera grunnþjónusta og það sama í boði fyrir alla landsmenn. Félagsmiðstöðvastarf hjálpar unglingum að mótast sem einstaklingar og verða að góðum samfélagsþegnum, eflir lýðræðishugsun og borgaravitund. Hvers vegna meta stjórnvöld þetta þá nánast einskis?

Siðareglur Félags fagfólks í frítímaþjónustu og tilmæli Samfés eru frábær leiðarbók fyrir starfsmenn en engu að síður vantar lagalegan ramma um starfið. Við verðum að halda betur utan um unga fólkið okkar, og tel ég félagsmiðstöðvar og ungmennahús vera mjög góðan vettvang til þess. Í Finnlandi nær lögbundin grunnþjónusta frístunda upp í 29 ára aldurs. Ættu ekki svipuð lög að gilda hérlendis? Ég held ég að það séu ekki óraunhæft markmið enda lítum við til Finna sem fyrirmynda með allt sem viðkemur menntamálum almennt.

Vilborg Harðardóttir

 

 

Þekkja unglingar mikilvægi tómstunda?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort unglingar viti afhverju þeir stunda tómstundir. Hvað er það sem er svona mikilvægt við þær? Ég nýti mér oft tækifærið og spyr þá unglinga sem ég þekki til hvers þau stundi tómstundir og hvað þær gefi þeim. Oftar en ekki vita unglingarnir ekkert hverju þeir eiga að svara. Þó svo það séu til ótal margar skilgreiningar á því hvað tómstundir eru og ekki séu allir fræðimenn sammála hvernig best sé að skilgreina það, þá ættu allir að þekkja orðið og geta útskýrt í stuttu máli um hvað það nokkurn veginn snýst.

Það er löngu orðið tímabært að innleiða tómstundamenntun í skólakerfi landsins. Tómstundamenntun er vitundavakning á því hversu mikilvægar tómstundir og frítíminn eru.

Með því að koma tómstundamenntun inn í skólakerfið eykur það skilning unglinga á tómstundum og mikilvægi þeirra sem þau geta tekið mér sér út í lífið. Það er mikilvægt fyrir unglinga að vera meðvitaðir um hvaða áhrif tómstundir geta haft á líf þeirra, hvort þeirra tómstundir hafi neikvæð eða jákvæð áhrif á þeirra vellíðan, hamingju og lífsgæði. Neikvæðar tómstundir eru þær sem geta verið skaðlegar fyrir velferð einstaklinga eins og misnotkun áfengis eða eiturlyfja. Jákvæðar tómstundir eru síðan þær sem auka vellíðan, eru uppbyggjandi og eru nýttar til að bæta lífsgæði, þær tómstundir sem fela í sér líkamlega, félagslega, vitsmunalega eða tilfinningalega þætti.

Unglingsárin eru tími sem einstaklingar eiga það til að leiðast út í áhættuhegðun og finnst mér því unglingsárin kjörinn tími til þess að kynna þeim fyrir tómstundamenntun og geta þá t.d. leitt unglinga að réttri braut áður en þau komast útaf sporinu eða að koma í veg fyrir önnur frítímatengd vandamál og leiða.

Tómstundamenntun hefur þann tilgang að þjálfa og mennta einstaklinga í að iðka tómstundir í frítíma sínum og fá sem flesta til þess að stunda jákvæðar tómstundir sem hafa jákvæð áhrif á frítíma þeirra. Tómstundamenntun fyrir unglinga aðstoðar þau við það að auka eigin lífsgæði með þátttöku í tómstundum. Með tómstundamenntun kynnast unglingar þeirri færni og fá þá þekkingu og tæki til þess að geta nýtt sinn frítíma á uppbyggilegan hátt.

Nú er ég utan af landi, frá litlum bæ á Vestfjörðum og heyri oft talað um það hvað það sé ekkert að gera þar. Í öllum tilfellum kemur það frá unglingum eða ungmennum. Það kemur mér alls ekki á óvart að það sé byrjað að kvarta um þetta á unglingsárunum þar sem unglingar eru ef til vill að vaxa upp úr áhugamálum sem þau voru vön að eiga og enda þau því síðan oft á því að hanga og gera ekki neitt.

Ef til vill getur það verið erfitt að finna sér ný áhugamál eða einfaldlega eitthvað til þess að gera í frítíma sínum. Væri það jafn erfitt ef unglingar myndu læra um tómstundir og frítímann í skólanum? Gæti það komið í veg fyrir áhættuhegðun, frítímatengd vandamál eða leiða? Jafnvel minnkað síma og tölvunotkun?

Elín Ólöf Sveinsdóttir

 

Heimildir

Vanda Sigurgeirsdóttir. (2014). Tómstundamenntun. Uppeldi og menntun, 23(1). 91-97. Sótt

af https://timarit.is/page/6009537#page/n89/mode/2up

 

 

Er íslenskan orðin tískuslys?

Við lifum á öld þar sem tækninni fleygir áfram og sífellt fleiri nýjungar koma fram sem allir verða að eignast. Flestir horfa á sjónvarpið, símann eða tölvuna á hverjum degi. Ungmenni nota styttingar á orðum eða ensku slettur sem að eldra fólkið skilur ekki og eldra fólkið notar íslensk orð sem að unga fólkið skilur ekki. Það er undantekningarlaust að maður heyrir í ömmum og öfum eða frænkum og frændum að ungmenni í dag kunni ekki að tala íslensku. Því miður hef ég, manneskja á þrítugs aldri, oft fengið að heyra þessa setningu og það sem meira er „ af hverju talarðu ekki bara íslensku?“ eða „ hvað er íslenska orðið fyrir þetta orð?“. En hvað ef kæri lesandi að ég myndi segja þér að ungmenni sem að tala fallega og flotta íslensku verða fyrir aðkasti að hálfu samnemanda sinna í grunnskólum í dag. Lesa meira “Er íslenskan orðin tískuslys?”