Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður partur af mér að eilífu og byrjaði þá áhugi minn að hlusta á meiri tónlist en það sem mamma leyfði mér að hlusta á.
Tag: tónlist
Tónlist fyrir alla?
Ekki er ólíklegt að tónlist, á einhverju formi, hafi fylgt manninum alla tíð. Talið er að frummaðurinn hafi þróað með sér hæfni til tónlistarlegra samskipta þar sem hún færði honum auknar lífslíkur umfram þá sem ekki höfðu yfir slíkri hæfni að ráða. Manneskjunni hefur alla vega um mjög langa tíð verið hugleikið hver uppruni og tilgangur tónlistar væri og hugmyndir um það þróast í aldanna rás. Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Óháð menningu virðist það vera sameiginlegt manninum, allsstaðar í heiminum, að syngja fyrir ungviðið eða rugga því taktfast. Þegar barn stálpast er misjafnt hvaða tónlistarlegu samskipti taka við en víða skipar tónlist stóran sess í starfi með börnum eins og á leikskólum. Lesa meira “Tónlist fyrir alla?”