Hver man ekki eftir því að vera að leik á grasfleti um miðjan eftirmiðdag. Með engar áhyggjur af amstri dagsins. Með stigvaxandi hraða nútímasamfélagsins eigum við það til að gleyma þessum stundum og þá töluvert meira en við gerðum áður. Hvað varð um að vera á einum stað og njóta stundarinnar. Mögulega tóku símarnir þessa gullnu tíma frá okkur eða skertu þá að einhverju leiti. Snjallsímar eiga til að stela þessum dýrmætu augnablikum frá okkur. Lesa meira “Snjalltæki í stað samskipta?”
Tag: snjallsímar
Það þarf ekki nema eina mynd
Á öllum heimilum má finna einhvers konar snjalltæki og eru fáir sem fara að heiman án þess að vera með símann sinn með sér. Í kjölfar þessarar aukningar á snjalltækjum og samfélagsmiðlum má sjá nánast alla unglinga með síma og keppast þau um að vera með nýjustu og bestu símana. Nú til dags sér maður varla framan í fólk vegna þess að við eigum það til að lúta höfði ofan í símann okkar. En hvernig hefur þessi aukning á snjalltækjum áhrif á unglinga í dag og hvort, og þá hvernig, hefur form eineltis breyst í kjölfar þess? Lesa meira “Það þarf ekki nema eina mynd”
Netið og unglingar
Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út á landi eða erlendis sem er góður ávinningur, hinsvegar getur netið stuðlað að neteinelti því netið er auðveldur vettvangur fyrir ungmenni að koma fram nafnlaust. Lesa meira “Netið og unglingar”
Tæknin vs. uppeldið
Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa hvort of margir foreldrar seta of mikið traust í tæknina til að hjálpa við uppeldið. Núna er frændi minn 2 ára og ef hann sér t.d. síma þá á hann til að titra af spenningi því þetta er eitthvað sem hann hefur alist upp með. Lesa meira “Tæknin vs. uppeldið”