Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara sjálfan sig í hættu heldur einnig aðra einstaklinga sem að taka þátt í henni. Í mörgum tilfellum hefur áhættuhegðun unglinga áhrif á líf marga fjölskyldumeðlima og ættingja.