Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir

 

Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og andlega. Ungmennin geta verið viðkvæm þar sem mikil hormónastarfsemi er í gangi og miklar tilfinningar. Lesa meira “Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir”

Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ 

 

Ég og unglingurinn minn
Ég og unglingurinn minn

Oft hef ég heyrt rætt á milli fullorðinna, hvað krakkar og unglingar hafa ljótan orðaforða , hvernig þau koma fram og þetta þurfi að laga og hreinlega beita ungdóminn meiri aga. Þá má líka spyrja sig  hvar lærðu þau að tjá sig á þennan hátt ? Jú eins og sagt er þá  læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Mitt persónulega álit er að unglingar nútímans séu betur upplýstir á margan hátt eins og hefur komið í ljós í rannsóknum, minni drykkja, minni reykingar  og sterkari í því að láta skoðun sína í ljós. Vegna þess og annarra atriða, finnst mér þau ekki vera vandamálið en þau eru aftur á móti verðandi fullorðnir og framtíðin og skipta mig miklu máli. Lesa meira “„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ “