Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað „tilraunaverkefni“. Lesa meira “Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?”
Tag: hinsegin
Mikilvægi Hinseginfræðslu
Eins og flestir vita er ekkert að því að vera hinsegin og það ætti að teljast alveg jafn venjulegt og að vera gagnkynhneigður. Það er samt erfitt að gera sér grein fyrir því þegar allir sem maður þekkir eru gagnkynhneigðir. Þegar ég var fimmtán ára kom ég út úr skápnum fyrir þeim sem voru mér nánastir. Það er rétt að segja að það hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Fyrir það fór ég í gegnum tvö ár af kvíða, streitu og sjálfshatri í ótta við það að vera ekki samþykktur af þeim sem ég umgengst alla daga. Heppilega tóku því allir vel og fátt breyttist en ég sit samt ennþá uppi með langvarandi áhrif streitu og kvíða. Ótal margir unglingar fara líklega í gegnum svipaða upplifun og ég á ári hverju. Ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort að hinseginfræðsla í skólum og tómstundastarfi geti á einhvern hátt hjálpað hinsegin unglingum að sættast við sjálf sig og haft áhrif á það hvernig gagnkynhneigðir unglingar horfa á hinsegin fólk. Lesa meira “Mikilvægi Hinseginfræðslu”
Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?
Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”