Unglingsárin eru mikilvægur tími í lífi hvers einstaklings og á þeim tíma skiptir máli fyrir félagsstöðu viðkomandi að tilheyra hópi. Á þessum árum er mikið að gerast hjá hverjum og einum bæði hvað varðar líkamlegan þroska og andlegan og því er gott að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á líðan og þar sem einstaklingur getur verið hann sjálfur.
Mikil vitundavakning hefur orðið í samfélaginu hvað varðar heilbrigðan lífsstíl og er meirihluti unglinga í dag sem taka þátt í íþróttastarfi og/eða tómstundum af einhverju tagi. Unglingar eru orðnir mun upplýstari en áður um það hvað heilbrigður lífsstíll felur í sér en það er ekki einungis hreyfingin sem skiptir máli heldur einnig hollt og gott mataræði. Aðgengi að efni tengdu heilbrigðum matarvenjum er orðið mun aðgengilegra en áður og því auðveldara fyrir einstaklinga að afla sér upplýsinga. Lesa meira “Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?”