Fyrir ekki svo löngu var ég stödd í Sundlaug Kópavogs. Í búningsklefanum var hópur af unglingstelpum, líklega í 8. bekk sem höfðu verið að klára skólasund. Þær voru að klæða sig og gera sig til á sama tíma svo ég komst ekki hjá því að heyra samtalið þeirra. Þær stóðu nokkrar við spegilinn og voru ýmist að greiða á sér hárið eða mála sig. Þær byrjuðu nokkrar að tala um húðina sína. Ein talaði um að hún væri með svo mikið af bólum að hún gæti ekki einu sinni talið þær allar. Önnur benti þá á bakið á sér og sagði að sú fyrri væri þó allaveganna ekki með svona ótrúlega mikið af bólum á bakinu. Lesa meira “„Ég hlakka svo til að verða ánægð með mig“”
Tag: aðgengi að félagsmiðstöð
Því fleiri unglingar, því meiri gæði?
Undanfarnar vikur hef ég mikið pælt í gæðum félagsmiðstöðva hér á klakanum og þá sérstaklega þeim á landsbyggðinni, þar sem ég ólst upp úti á land. Ég gekk í lítinn skóla sem staðsettur var í sveitahreppnum sem ég bjó í og frá fyrsta upp í sjöunda bekk samanstóð bekkurinn minn af tveimur nemendum og var skólanum skipt í tvær deildir sem virkuðu eins og tveir bekkir. Í áttunda, níunda og tíunda bekk fór ég svo í fjölmennari skóla, hver árgangur var frekar lítill og aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Þetta voru miklar breytingar fyrir mig og stórar breytingar að vera allt í einu í tuttugu manna bekk og þar fyrst kynntist ég félagsmiðstöð. Hún var í boði annan hvern fimmtudag í tvo og hálfa klukkustund í senn, engin formleg dagskrá var yfir daginn og einungis það í boði sem starfsmennirnir höfðu áhuga á. Þar sem ekki var möguleiki á að unglingarnir kæmu sér sjálf heim eftir félagsmiðstöðina, sá skólabíllinn um að keyra börnin heim eftir að henni lauk á kvöldin. Lesa meira “Því fleiri unglingar, því meiri gæði?”