Það er mikið sem huga þarf að þegar kemur að unglingum til að þau geti lifað góðu og öruggu lífi. Það er ekkert eitt sem er nóg að hugsa um heldur eru ótal fyrirbyggjandi þættir sem koma að því eins og meðal annars heilsufar, tómstundir og samvera.
Tómstundir er eitthvað sem er mikið rætt um og mikla áhersla lögð á, meðal annars sem forvörn. Unglingar eru almennt farnir að stunda tómstundir meira en áður fyrr út um allt land og á svipuðum tíma þá hefur neysla þeirra á áfengi og reykingar einnig minnkað. Það er viðurkennt að tómstundir séu fyrirbyggjandi leið og er því mikil áherlsa lögð á tómstundir unglinga en einnig er talað um að samvera fjölskyldu sé mjög fyrirbyggjandi þáttur. Ef góð samskipti eru í fjölskyldunni og hún er náin þá eru minni líkur á að unglingar fari að flosna frá henni heldur. Ef lítil sem engin samskipti eru hjá fjölskyldu þá eru miklu meiri líkur á að unglingar fari ranga leið því góð tengsl við fjölskyldu skiptir svo miklu.
Í dag er hins vegar orðið mikið álag á unglingum og þau hafa oft ekki tíma til að gera allt sem þau vilja eða þurfa að gera meðal annars fyrir tómstundum og heimavinnu sem er ekki nógu gott því ef þetta er farið að vera íþyngjandi þá eru til dæmis tómstundir ekki orðið eins gaman og fyrirbyggjandi og þau eiga að vera. Álag er ekki gott fyrir unglinga. Við verðum að fylgjast með unglingunum okkar og skoða hvort þau séu með of mikið á baki sínu. Það er gott að hafa nóg að gera en það má ekki vera of mikið og alger skylda. Það þarf að vera pláss fyrir vinahitting og að hafa frístund fyrir það sem maður vill gera. Álag á unglingana okkar er ekki fyrirbyggjandi né gott fyrir heilsuna. Því getur meðal annars fylgt stress, kvíði og jafnvel þunglyndi sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir því það er oft vel falið. Þar kemur sér mjög vel að góð samvera sé hjá unglingum og foreldrum svo þau eigi jafnvel betra með að ræða af fyrra bragði við foreldra sína ef eitthvað er að.
Mikið er talað um tómstundir sem fyrirbyggjandi gegn því að unglingar fari í neyslu en miðað við heilsufar unglinga í dag þá eru ástundun tómstunda einnig mikilvæg gegn slæmu heilsufari. Unglingar eru farnir almennt að hreyfa sig minna og borða óhollara. Unglingar þurfa á 60 mínútna hreyfingu á dag að halda og hvar er best að gera það nema stundandi tómstund eða líkamsrækt. Ekki eru þau að fara í frímínútur og djöflast þar eins og brjálæðingar eins og þegar þau voru börn. Það er mikilvægt fyrir foreldra að vera vakandi fyrir því hve nauðsynleg hreyfing er fyrir unglinga og vera þeim líka fyrirmynd í þeim efnum. Ef að unglingar stunda ekki hreyfingu þá er gott að ýta undir það og vera með í lífi þeirra, eyða með tíma því það er svo nauðsynlegt fyrir alla. Þannig veit maður betur hvað unglingurinn er að gera og hvort hann sé að fá næga hreyfingu og ef ekki þá að ráðleggja eða leggja fram hendi um að eyða tíma með þeim í því.
Eins og sést þá er það svo margt sem þarf að passa upp á til að unglingarnir okkar eigi sem mestu möguleika á að lifa góðu og heilbrigðu lífi. En ef við náum að hjálpa þeim með að stunda næga hreyfingu og ekki svona mikið álag á herðum þeirra þá er það mjög gott og jákvætt fyrir börnin okkar sem eru það mikilvægasta í lífi okkar.
—
Eva Mjöll Sigurmundsdóttir