Endalaust heyrum við talað um mikilvægi þess að eyða tíma úti og leika sér með öðrum í athöfnum sem tengjast útiveru eins og hópeflisleikjum, útiíþróttum og göngum. En hér á landi er ekki alltaf veður sem býður upp á það að eyða tíma úti með öðrum. Hvað er þá hægt að gera inni sem veitir félagslega örvun og er uppbyggjandi hópefli, sem flestir geta tekið þátt í óháð uppruna eða hæfileikum fólks?
Að spila borðspil og tölvuleiki getur verið frábær afþreying fyrir unglinga vegna þess að þeir hafa fjölbreytt og jákvæð áhrif á félagslegan þroska og vellíðan. Þessi skemmtilegu verkfæri veita möguleika á að styrkja samskipti og samstarf milli unglinga. Þegar þeir spila borðspil eða tölvuleiki saman, þurfa þeir að vinna saman til að leysa vandamál, sem stuðlar að því að þeir þróist sem lið og þjálfa félagsfærni sem eru nauðsynleg í lífinu. Þetta getur aukið tilfinningu fyrir félagslegri tengslamyndun og stuðlað að því að þeir læri að þola mismunandi sjónarmið annarra, sem er mikilvægur þáttur í að byggja upp sterka samfélagslega færni.
Við spilun borðspila og tölvuleikja er hægt að auka vitsmunalega örvun og skapandi hugsun unglinga. Þessir leikir krefjast þess oft að leikmenn finni lausnir á vandamálum, þrói nýja hugmyndir og túlki upplýsingar. Með því að leika með þessi verkfæri geta unglingar styrkt færni sýna að hugsa út fyrir kassann og leita að skapandi lausnum við vandamálum. Þessi skapandi örvun getur stuðlað að því að þeir verði sjálfstæðari og hugsi út fyrir rammann.
Auk þess getur þessi tegund af tómstundastarfi hjálpað unglingum að læra um ábyrgð og viðmið. Þegar þeir spila þessa leiki læra þeir allskonar reglur og þurfa að læra að virða reglurnar og þróast í því umhverfi. Þar þurfa unglingarnir einnig að bera ábyrgð á sínum eigin ákvörðunum og hegðun svo samspilið gangi upp. Þetta getur haft langtímaáhrif á þá, bæði í samskiptum við jafnaldra og í öðrum samskiptum í lífinu, sem stuðlar að því að þeir verði sjálfstæðari og hæfir til að taka ákvarðanir.
Sömuleiðist getur þessi tegund af tómstundastarfi hjálpað unglingum að slaka á og nýtt sér skemmtilega stund sem getur komið í veg fyrir streitu og álag. Þessir leikir geta verið afþreying og skemmtun, sem hjálpar unglingum að styrkja andlegu heilsu sína. Þetta getur líka stuðlað að minna stressi og er góð þjálfun við að takast á við daglega streitu.
Í raun er auðvelt að sjá hvað það er fjölbreyttur og gagnlegur ávinningur við að spila borðspil og tölvuleiki í tómstundastarfi með unglingum. Þessir leikir stuðla ekki bara að þroska þeirra, heldur einnig til að hægt sé að byggja upp sterkari samskipti, skapandi hugsun og sjálfstæði, sem eru allt mikilvægir þættir í þroska ungmenna.
Auðvitað eru mikið af tölvuleikjum og borðspilum sem hitta ekki í mark á þessu stigi og mæli ég með að forðast það eins og heitan eld. En ef rétt er farið að þá er þetta mjög sterkt verkfæri fyrir flesta til að njóta sín í félagslegri samveru og hefur jákvæð áhrif á þá sem taka þátt.
—
Valur Snær Logason, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði