Áhrifavaldar í lífi ungs fólks

Að vera unglingur getur verið erfitt og flókið, samt á sama tíma besti tími lísins. Það er margt að hugsa um og pæla í. Það eru allskonar hlutir og manneskajur í nærumhverfi unglings sem geta haft áhrif á þessar hugsanir og pælingar, en þeir áhrifamestu eru jafnaldrar. Vinir og jafnaldrar eru stærstu ,,áhrifavaldar‘‘ í lífi ungs fólks. Jafnaldrar eru mjög öflugir áhrifavaldar í lífi unglinga og geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hegðun, upplifun og útlit.

Á unglingsárunum vill maður tilheyra og vera partur af einhverjum hópi, það er það sem unglingar þrá mest af öllu á þessum tíma. Það er mjög gott og þroskandi að tilheyra góðum hópi, en sumir lenda í ,,slæmum‘‘ hópi og leita því eftir rangri athygli og verða þess vegna fyrir neikvæðum áhrifum. Þau áhrif geta t.d. verið áhættuhegðun, notkun áfengis eða annarra vímuefna, vapea eða reykja og svo margt fleira. En ef einstaklingi finnst hann tilheyra og vera partur af hópi mun hann gera hvað sem er til þess að halda í það, jafnvel þótt að athyglin eða félagsskapurinn sé slæmur. Það jákvæða er að jafnaldrar sem styðja tilraun annarra ungmenna til að prófa eitthvað nýtt geta ýtt undir sjálfstraust unglingsins. Ef unglingur finnur góðan félagsskap og er partur af góðum hópi hefur það mjög góð, þroskandi og jákvæð áhrif. Það er mjög gefandi fyrir unglinga að ná og viðhalda æskilegri félagslegri stöðu innan stigveldis jafnaldra sinna. Unglingar leggja mikið upp úr því að falla inn, vera samþykktir og finna vináttu. Ef einstaklingur finnur fyrir þessu eykst sjálfstraust hans, viðhorf verður jákvæðara, það verður skemmtilegra að fara í skólann, meiri hvatning til að mæta í skipulagðar tómstundir og margt fleira.

En það er til eins konar viðnámsfærni sem snýst um að ungt fólk getur staðist neikvæðan og jafnvel jákvæðan hópþrýsting og/eða hættulegar aðstæður. Það er einfaldlega þegar að unglingur pælir ekki í því hvað öðrum finnst, klæðir sig eins og hann vill, hlustar á þá tónlist sem að hann vill, lætur jafnaldra sína ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku og fleira. Unglingurinn pælir ekki í hvað aðrir eru að gera og lætur það ekki hafa áhrif á sig. Það er svolítið mikið hjá unglingum í dag að fylgja ,,trendum‘‘, vera eins og hinir, falla inn í hópinn með því að klæða sig eins og hinir o.fl. En einstaklingur sem tileiknar sér þessa hegðun pælir ekki í þessu og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig og er ekki hræddur um að vera dæmdur fyrir það vegna þess að honum er alveg sama.

Niðurstaðan er sú að það er gaman og gott að tilheyra og eiga vini, en umkringdu sjálfan þig með fólki sem að tekur þér eins og þú ert. Maður á ekki að þurfa breyta sér fyrir einn eða neinn. Það er gaman að fylgja ,,trendum‘‘ eða tískunni en gerðu það af því að þig langar það, ekki bara af því að allir aðrir eru að gera það, þú ert ekkert verri ef þú átt ekki nýjustu nike skóna eða flottustu töskuna sem allir eru að kaupa sér.

Finndu þér hóp sem að þér finnst þú passa inní og þar sem þig langar að vera – vegna þess að þér líður vel.

Kolbrún Rós Erlendsdóttir, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði