Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar búið er að greina ungling með lesblindu þá er foreldrum tilkynnt um að hægt sé að skrá unglinginn inn á skrá hljóðbókasafnsins og fá þannig aðgang til að hlaða niður bókum til hlustunar. Einnig er hægt að fá aðgang að talgervli sem hefur þann tilgang að unglingarnir fái það lesefni sem þeim vantar á pdf eða sem word skjöl. Þá les talgervillinn fyrir þau. Afleiðingar lesblindu eru veikleikar í hljóðkerfi tungumálsins og slakri umskráningarfærni og kemur það niður á lesskilningi, á þekkingaröflun nemenda og menntun þeirra.
Á vegum lesblind.is starfa Davis ráðgjafar og búa þeir allir yfir mikilli og fjölþættri reynslu. Þeir eru allir alþjóðlegir Davis ráðgjafar með gild starfsréttindi frá DDAI . Meðfram því eru þeir vel menntaðir í uppeldis- og kennslumálafræðum. Það bendir allt til þess að þessi aðferð sé að virka á einn eða annan hátt, hún virkar ekki bara á þá sem lesblindir eru, heldur líka á þá sem hafa greiningu á borð við ADD og ADHD. Oft eru skólarnir kannski mikið inn í þessum málum og jafnvel vilja ekki viðurkenna að það sé hægt að hjálpa þessum börnum.
Það sem ég er að velta fyrir mér er að menntamálaráðuneytið skuli ekki vera búið að láta lesa inn allar námsbækur fyrir skólana svo að það verði auðveldara fyrir lesblinda námsmenn að læra. Það gæti jafnvel dregið úr brottfalli framhaldsskólanema. Getur verið að áðurnefnt brottfalls sé vegna þeirrar ástæðu að þau börn sem eru lesblind hafi ekki fengið nógu gott utanumhald í grunnskóla. Flestir ættu að kannast við það að lesblindir eigi í erfiðleikum með bóklegt nám. Það eru til margar aðferðir til að bæta lífsgæði hjá nemendum sem lifa með lesblindu en þó eru ekki allar aðferðir notaðar í dag. Það eru til verkfæri sem auðvelda einstaklingum við námið en ekki eru allir nógu vel upplýstir um þau hjálpargögn sem standa til boða. Í ljósi þess finnst mér að hlúa mætti betur að upplýsingaflæði um úrræði út í samfélagið svo einstaklingar njóti góðs af þeirri hjálp sem þeir eiga rétt á.
—
Dýrleif Rúnarsdóttir
Heimildir
Heimasíða lesblind.is. (ed. C). Davis ráðgjafar, sótt af: http://lesblind.is/davis-radgjafar