Unglingar úti á landi, gleymast þeir?

Undafarin ár hafa málefni unglinga brunnið mikið á mér, þá ekki síst unglinga sem búa á landsbyggðinni sem eiga erfitt með að sækja tómstundir eða félagsmiðstöðvar vegna vegalengdar. Alveg frá því að ég náði þeim aldri að geta farið í félagsmiðstöðvar hefur mér oft á tíðum fundist landsbyggðin gleymast. Á mínum grunnskólaárum var Reykjavík oftar en ekki miðpunktur viðburða eða þá stærstu þéttbýliskjarnar Íslands, svo sem Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og oft á tíðum Vestmannaeyjar. Eftir að ég hóf nám við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands þykir mér við ennþá vera að spóla í sömu förunum hvað varðar þessi mál. Ég er alls ekki að setja út á kennara eða kennslu innan veggja Háskólans, heldur held ég að pottur sé brotinn innan Menntamálaráðuneytisins og þeirra aðila sem að sjá um mál unglinga og menntun almennings hér á landi. Lesa meira “Unglingar úti á landi, gleymast þeir?”