Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?

Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum var rætt um tíðahringinn, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Í algjörri hreinskilni þá hljómaði kynlíf mjög óspennandi og hættulegt eftir þessa tvo tíma. Lesa meira “Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?”