Ekki er ólíklegt að tónlist, á einhverju formi, hafi fylgt manninum alla tíð. Talið er að frummaðurinn hafi þróað með sér hæfni til tónlistarlegra samskipta þar sem hún færði honum auknar lífslíkur umfram þá sem ekki höfðu yfir slíkri hæfni að ráða. Manneskjunni hefur alla vega um mjög langa tíð verið hugleikið hver uppruni og tilgangur tónlistar væri og hugmyndir um það þróast í aldanna rás. Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Óháð menningu virðist það vera sameiginlegt manninum, allsstaðar í heiminum, að syngja fyrir ungviðið eða rugga því taktfast. Þegar barn stálpast er misjafnt hvaða tónlistarlegu samskipti taka við en víða skipar tónlist stóran sess í starfi með börnum eins og á leikskólum. Lesa meira “Tónlist fyrir alla?”
Month: June 2016
Brotna kynslóðin
Kannski er réttara að kalla hana ,,hina greindu kynslóð“. Í dag er nánast annað hvert barn með einhverja greiningu; ofvirkni, athyglisbrest, lesblindu o.s.fr. Það hefur orðið jákvæð vakning í samfélaginu og kerfið hefur áttað sig á því að við erum ekki öll eins. Viðbrögðin eru svo að greina mismunandi eiginleika og þarfir barna og unglinga. Í framhaldi hafa svo verið settar að stað hinar ýmsu aðgerðir til að bregðast við þessum mismunandi þörfum.
En bíðum við.