Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið. Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn. Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga. Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”
Tag: upplifun
Skjárinn eða upplifun?
Þegar maður var sjálfur ungur var maður mikið að leika sér úti með vinum sínum. Dagskráin hjá manni var alltaf sú sama, það var skóli, æfing, borða og svo út að leika sér með vinum sínum að lenda í allskonar ævintýrum í allskonar veðrum. Krakkar í dag hafa aðeins öðruvísi dagskrá, en þeirra dagskrá lítur einhvern veginn svona út skóli: Æfing, borða og svo beint í tölvuna, sjónvarpið eða símann. Það skiptir ekki máli hvaða veður er úti, unga fólkið vill frekar vera inni að horfa á eitthvað spennandi eða spila einhverja tölvuleiki. Þá fer maður að spyrja sig, er unga fólkið að missa af öllum þeim ævintýrum sem að þau hefðu getað átt á sínum unga aldri með því að hanga fyrir framan tölvuskjáinn alla daga og allar nætur alla daga ársins? Er tölvunotkun að koma í veg fyrir að krakkar fari út og styrki vinasambönd milli sín og vina sinna? Lesa meira “Skjárinn eða upplifun?”