Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta þótti hið eðlilegasta mál að setja í sjónvarp. Og hvað gerðist? Allar mínar vinkonur byrjuðu að bera sig saman við þessar plastskvísur á meðan ég beið eftir að bringan á mér myndi byrja að blása út. Sem er það sem unglingsstelpur gera, þær bera sig saman við það sem samfélagið gefur í skyn að sé flott og gott og allt annað en það er óásættanlegt í huga þeirra, sérstaklega þeirra sem eru með lítið sjálfstraust. Lesa meira “Sílíkon og lendarskýlur”