Þegar námi lýkur í grunnskólanum og framhaldsnám tekur við hjá flestum, hvort sem það er í bóknámi, verknámi, fjölbraut eða bekkjarkerfi, breytist ansi margt. Við förum frá því að vera í vernduðu umhverfi okkar heimahverfis og út í nýjan heim þar sem við þurfum að aðlagast nýju umhverfi. Ég man þegar ég var sjálf að klára 10.bekkinn í Hagaskóla, hvað það hræddi úr mér líftóruna að byrja í menntaskóla. Samt er ég nokkuð félagslega sterkur einstaklingur svo þetta „reddaðist“. Í dag velti ég fyrir mér hvernig þetta hefur verið fyrir þá sem standa höllum fæti félagslega. Lesa meira “Grunnskólinn vs menntaskólinn”