Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?

Frístundastyrkir hafa verið til lengi og komu fyrst fram árið 2007 í formi frístundakortsins, en þá var upphæð styrksins 12.000 krónur . Síðan þá hafa þeir þróast og vaxið upp í 50.000 krónur sem þarf að nota í tómstund sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta hefur styrkt tómstundastarf á Íslandi mikið og gerir stofnunum eins og Myndlistaskóla Reykjavíkur kleift að ráða starfsfólk í fulla vinnu. Það er líka vel þekkt fyrirbæri að íslenskir íþróttaþjálfarar í yngri flokkum eru á heimsklassa mælikvarða og eflaust hefur frístundastyrkur stuðlað að þessu á einhvern hátt. Það er þess vegna hægt að segja að frístundastyrkir hafi án efa styrkt tómstundastarf á Íslandi og eru þess vegna vel heppnaðir í því samhengi.

Lesa meira “Ýta frístundastyrkir undir ójafnvægi í samfélaginu?”