Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

Hætturnar leynast víða

Þegar ég var á mínum unglingsárum voru samfélagsmiðlar ekki jafn stórir og þeir eru í dag. Snapchatt, Instagram og Facebook eru þeir samfélagsmiðlar sem eru mest notaðir af unglingum árið 2017. Þetta geta vissulega verið hættulausir miðlar en hætturnar leynast þó víða. Tökum snapchatt sem dæmi, Snapchatt er smáforrit sem snýst um það að senda stutt myndbönd eða myndir á milli einstaklinga. Manneskjan sem að fær myndbandið/myndirnar getur aðeins skoðað efnið í stutta stund (max 10 sek) og svo hverfur mynbandið/myndin. Lesa meira “Hætturnar leynast víða”