Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga

Unglingar velja helst í frítíma sínum að sinna tómstundum eða hanga með vinum sínum í símanum. Ég held að þau hugsi ekki mikið um að komast í göngutúr í frítíma sínum. Aukin tækjanotkun hefur haft neikvæð áhrif á útivist unglinga sem er ekki nógu gott. Eitt af verkefnum tómstundafræðinga er t.d. að vekja áhuga þeirra á útivist.

Þátttaka í útivist getur verið skemmtileg og er góð leið fyrir unglinga að tengjast náttúrunni. Ef unglingar eru virkir í útivist eins og að fara oft í göngutúr getur streita og kvíði þeirra minnkað því útivist hefur góð áhrif á líðan. Hún getur kyrrt hugann, veitt ákveðna slökun og hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einn stuttur göngutúr getur því haft mikil áhrif á líðan unglings og er góð leið fyrir unglinga að styðja hvort annað til hreyfingar. Lesa meira “Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga”