12. grein Barnasáttmálans hljóðar svona: „Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“ Það er skylda okkar að hlusta á börnin og taka mark á þeim. Við eigum að gefa þeim rödd. Ef þau geta ekki talað er það okkar að vera röddin fyrir þau. Hvernig leyfum við öllum röddum innan skólans eða félagsmiðstöðvarinnar að heyrast? Góð lausn er hugmyndabox. Ekki allir unglingar vilja sitja í einhverjum ráðum. Sumir hafa engan áhuga á því, sumir hafa kannski ekki tímann til þess og sumir eru bara feimnari og hlédrægari en aðrir unglingar. Þar kemur hugmyndaboxið inn. Því það er fyrir alla! En það þarf að útskýra boxið vel áður en það er tekið í notkun. Lesa meira “Fá raddir allra að heyrast?”