Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft

karen annaHver hefur ekki heyrt ömmu sína eða afa, foreldra sína eða jafnvel jafnaldra segja að unglingar í dag beri ekki virðingu fyrir einu eða neinu og að unga kynslóðin sé alveg hryllileg. Það virðist vera að fólkið í samfélaginu dæmi út frá svörtu sauðunum hjá unglingunum. Unglingar eru líka fólk, og eru þau á sérstökum stað í lífinu þar sem þau eru oft mjög viðkvæm og eru að vinna að og byggja upp sjálfsmynd sína. Í dag eru unglingar margir hverjir að miða sig við aðra, hvort sem það er í daglegu lífi eða á internetinu á samfélagsmiðlum.

Eldri kynslóðir telja sig oft hafa verið mikið betri unglingar heldur en unglingar eru í dag. Það eru þó margir í eldri kynslóðinni sem telja sig hafa verið mikið erfiðari unglingar heldur en unglingar eru í dag. Lesa meira “Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft”

Bagg er ekki bögg eða hvað?

karitas sumatiÞegar talað er um íþróttir og unglinga hugsa flestir um heilsusamlega afþreyingu. Hins vegar fylgir notkun munntóbaks oftar en ekki íþróttum nú til dags. Það er mest áberandi í fótboltaheiminum en teygir einnig anga sína í aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta. Þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera hópíþróttir þar sem það skiptir máli að vera samþykktur af þeim sem eru í hópnum. Ætla má að jafningjaþrýstingur hafi mikil áhrif á notkun munntóbaks og nýliðar horfi til þeirra sem fyrir eru.

En einhvers staðar byrjaði notkunin. Munntóbak virðist hafa fest sig í sessi þannig að í fyrstu hafi lumman verið tekin sem verðlaun eftir leik en þróast þannig að lumman fylgdi einnig æfingum. Í dag er munntóbak orðið algeng sjón. Þó svo að munntóbak sé ólöglegt hér á landi þá er það samt viðurkennt. Lesa meira “Bagg er ekki bögg eða hvað?”

Elsku mamma!

valgerdurÉg er svo heppin að fá að vera dóttir þín og að hafa valið þig sem mömmu. Frá unga aldri og fram á fullorðinsár kem ég til með að fylgjast grannt með öllu því sem þú gerir og segir. Ég lít nefnilega upp til þín, þú verður mín helsta fyrirmynd. Pabbi verður sjálfsagt frábær líka, en af því að ég er dóttir þín og þú ert mamma mín, munt þú hafa dýpri áhrif á hugmyndir mínar um kynin og kynhegðun. Ég veit það, mamma, því rannsóknirnar segja það nefnilega! Ég á mér draum, mamma. Draum um að úr mér verði eitthvað stórfenglegt. Ég veit að ég er stelpa, og stundum halda stelpur aftur af sér við að láta drauma sína rætast. Ég heyrði það, er það satt, mamma? Mig langar nefnilega að geta gert allt. Mig langar að verða sterk, eins og Lína Langsokkur. Hvernig get ég orðið sterk? Lesa meira “Elsku mamma!”

Nútímaunglingurinn

david_palssonÞað þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í dag mun þroskaðri og mun betri fyrirmyndir heldur en þegar ég var sjálfur unglingur. Náttúrulega þekki ég ekki alla unglinga á Íslandi svo ég er að miða við þann hóp sem er sýnilegur. En ef við lítum á heildarmyndina þá gæti það samt verið rétt.

Hvar get ég byrjað… Lesa meira “Nútímaunglingurinn”