Á undanförnum árum hefur þjóðin fylgst af stolt með árangri íslenskra afreksíþróttamanna á heimsmælikvarða. Sá fjöldi sem við eigum af afreksfólki er í raun ótrúlegur ef miðað er út frá höfðatölu. Hvaða áhrif hefur árangur íslenskra íþróttamann á unglinga? Hafa allir unglingar sömu tækifæri? Margir hafa bent á það hversu hvetjandi árangur Íslendinga sé fyrir ungt fólk sem fylgist með og eignast margir flottar fyrirmyndir í kjölfarið. Ég hef þó velt því fyrir mér hvort keppnisskapið og metnaðurinn geti orðið unglingum ofviða. Flest öll íþróttaiðkun krefst strangra æfinga og mikills aga, við kennum börnum að æfingin skapi meistarann sem er vissulega satt. En er eðlilegt að ætlast til þess að unglingar mæti á æfingar líkt og atvinnumenn, allt að sjö eða átta sinnum í viku? Auk þess að mæta daglega á æfingar þurfa þessir krakkar að sinna skólanum eins og aðrir. Það er æft á morgnana fyrir skóla, æft eftir skóla, á kvöldin og um helgar, ég velti því fyrir mér hvernig þetta sé yfirhöfuð gerlegt. Lesa meira “Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi”