Er nóg pláss fyrir alla?

Ableismi veldur því að fötluð ungmenni verða fyrir útskúfun og jaðarsetningu. Það byggir á þeirri hugmynd að fötlun sé í eðli sínu neikvæð og óæskileg. Ablelismi eru kerfisbundnir fordómar gagnvart fötluðu fólki hvort sem er varðandi aðgengi eða félagslega þátttöku.

Tómstundir skipta miklu máli í lífi barna og ungmenna. Þær þroska félagsfærni, efla hæfni og þekkingu. Allt skiptir þetta máli en eru tækifærin til staðar til þess að hver og einn geti tekið þátt? Ég er 23 ára einstaklingur með fötlun og verandi fatlaður þá hef ég upplifað það á eigin skinni hvað tómstundastarf spilar stórt hlutverk í mínu lífi. Fatlað fólk verður því miður oft mikill eftirbátur þegar kemur að virkri þátttöku í samfélaginu. Allt of oft er ekki gert ráð fyrir fötluðu fólki í tómstundastarfi hvort sem það eru íþróttir, á tónleikum eða skólaböllum. Lesa meira “Er nóg pláss fyrir alla?”