Það er alltaf talað um það hversu mikilvægt það sé fyrir börn að stunda tómstundir. Það er þroskandi, eflir sjálfsmynd barna og stuðlar að almennri heilsu og vellíðan. Það gefur því augaleið að það sé mjög gott fyrir börn að stunda þær, en eru þær aðgengilegar öllum?
Við nánari skoðun þá er það þannig að um 19% foreldra á örorku hafa ekki tök á því að greiða fyrir tómstundir hjá börnum sínum. Það getur verið mjög dýrt að stunda tómstundir og oftar en ekki er frístundastyrkurinn sem veittur er börnum ekki nema brot af heildarkostnaði. Síðan þarf líka að greiða aukalega fyrir mót, æfingaföt, búninga, hljóðfæri eða leigu á hljóðfæri, bækur eða hvað eina sem vantar til þess að geta stundað tómstundina sem um er að ræða að hverju sinni. Þetta er ávísun á að börn þeirra sem eiga minna á milli handanna verði útundan, einangrist félagslega og geti ekki tekið þátt eins og önnur börn. Lesa meira “Fjárhagserfiðleikar skerða möguleika í tómstundum”