Skilgreining á hugtakinu tómstundir

VandaSigurgeirsdottir-vefurÚtdráttur

Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure). Hefur það ekki verið gert áður á Íslandi með þessum hætti, eftir því sem næst verður komist. Ekki er um einfalt verk að ræða því erlendir fræðimenn eru almennt sammála um að mjög erfitt sé að skilgreina hugtakið. Til umfjöllunar er nálgun frá fimm mismunandi hliðum; tómstundir sem tími, athöfn, gæði, viðhorf og hlutverk og mynda þær grunn að skilgreiningu sem sett er fram í lokin. Skilgreiningin gengur út á að tómstundir séu athöfn, hegðun eða starfsemi sem á sér stað í frítímanum en flokkast ekki sem tómstundir nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau skilyrði eru að einstaklingurinn líti sjálfur svo á að um tómstundir sé að ræða, að athöfnin, hegðunin eða starfsemin sé frjálst val og hafi í för með sér ánægju og jákvæð áhrif.

Hægt er að nálgast greinina hér.

Um höfundinn

Vanda Sigurgeirsdóttir er fædd árið 1965 og starfar hún sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands en þar hefur hún starfað frá upphafi námsins haustið 2001. Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands og er sem stendur í doktorsnámi við félagsráðgjafadeild HÍ. Ásamt því að starfa við háskólann er Vanda knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *