Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað „tilraunaverkefni“.
Verkefnið hefur gengið vonum framar með því að fá ungt fólk alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu, að norðan og sunnan, í heimsókn og skapa þroskandi tengsl í hverri viku. Mörg börn kalla staðinn sitt annað heimili þar sem ekkert annað öruggt rými er fyrir þau. Verkefnið hefur sýnt verulegar breytingar hjá leitandi hópum, sem fundu samfélag og ráðgjöf í félagsmiðstöðinni.
Árið 2021 var Hinsegin Félagsmiðstöð með stærsta bílinn í Reykjavik Pride göngunni, 16 metra fullskreyttan með börnum Hinsegin Félagsmiðstöðvarinnar, allt undir forystu aðeins tveggja sjálfboðaliða. Það verkefni var að fullu fjármagnað af Landsbankanum og það var barátta að koma því í framkvæmd.
Af hverju skiptir það máli að vera Félagsmiðstöð?
Hinsegin Félagsmiðstöð fær ekki einu sinni helming þeirrr fjárhagsaðstoðar sem aðrar félagsmiðstöðvar af sömu stærð fá, einfaldlega vegna þess að hún eru skráð sem verkefni. Á hverju ári þurfa þeir sem eru í forsvari að berjast fyrir því að geta haft opið eitt ár í viðbót, sama hversu góð mætingin er. Á staðnum starfa nú fjórir starfsmenn, með aðeins einn í 100% vinnu, og lifir á sjálfboðaliðum. Að hafa aðeins fjóra starfsmenn á launum fyrir venjulega 120 börn er mjög lítill fjöldi og sjálfboðaliðar koma og fara. Aukaverkefni eins og að hafa hinsegin opnun einu sinni í viku fyrir 10-12 ára hefur verið skorin niður, stundum í lokun eða aðra hverja viku, vegna skorts á fjárstuðningi. Að gera Hinsegin að opinberri félagsmiðstöð myndi þýða reyndara og tryggara starfsfólk til að takast á við þann fjölda barna sem þau fá á hverri opnun og tryggja ungmennunum að öruggt rými þeirra verði opið fyrir þau.
Að gera breytingu
Nýlega ákvað Ungmennaráð Tjarnarinnar að taka þetta vandamál upp og koma því til borgarstjórnarinnar. Unglingarnir útskýrðu hversu mikilvægt þetta starf er og að það hefur haft svo ótrúlegar breytingar á líf unglinga. Þeir lögðu til við Ráðhús Reykjavíkur að þetta verkefni hætti að vera rekið fyrir fjármuni ár frá ári og yrði varanleg starfsemi, og lögðu til að opnað yrði fyrir sambærilega aðstöðu fjarri höfuðborgarsvæðinu, niðurstöður eiga eftir að koma.
—
Luca Forte, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði