Við erum framtíðin – Málþing útskriftanema í tómstunda- og félagsmálafræði

Miðvikudaginn 17. apríl héldu útskriftanemar í tómstunda- og félagsmálafræði ráðstefnu þar sem þeir kynntu útskriftarverkefni sín. Erindin voru 17 og voru þau eins fjölbreytt og þau voru mörg. Oddný Sturludóttir var ráðstefnustjóri og komst hún vel að orði þegar hún lýsti málþinginu sem hlaðborði af góðum erindum um tómstunda- og félagsstarf. Ráðstefnan var haldin í ráðstefnusalnum Skriðu sem staðsettur er í Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Mæting var mjög góð en rúmlega 120 manns voru viðstaddir og hlýddu á erindi útskriftanema.

Við hjá Frítímanum munum fjalla frekar um ráðstefnuna og taka viðtöl við útskriftarnema á næstu vikum.

Hér má lista yfir erindin:

Leikur og forvarnir – Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Þórunn Inga Austmar og Andrea Ósk Guðlaugsdóttir

Aðgerðaáætlun gegn einelti í leikskóla – Guðný Birgisdóttir

Leiðin út úr félagslegri einangrun – Erna Georgsdóttir og Sigurleif Kristmannsdóttir

Sjálfsvirðing/sjálfstraust – Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir

Hrós og hvatning í íþróttum – María Ýrr Sveinrúnardóttir (Mýa)

Foreldrar geta haft áhrif á íþróttaþátttöku barna – Leiðarvísir fyrir foreldra með börn í íþróttum – Unnur Ýr Kristinsdóttir

Áhrif offitu/ofþyngdar á félagslega stöðu – Anna Lovísa Þorláksdóttir

Aðlögun og þátttaka ungra innflytjenda í félagsstarfi í Hafnarfirði – Íris Óskarsdóttir

“Hús þar sem þú mátt taka eins marga inn og þú vilt” – Unglingar og félagsmiðstöðvar – Unnur Ásbergsdóttir

Sértækt hópastarf fyrir unglinga sem sýna áhættuhegðun – Anna Lísa Ríkharðsdóttir

Forysta – fagmennska – fórnfýsi- Alveg frá grunni – Helena Dögg Magnúsdóttir

Félagströllið. Raunfærnismat á félagsstarf – Guðmundur Ari Sigurjónsson

“Við náttúrulega sköpuðum þetta allt” – Leiklist í tómstundastarfi – Bogi Hallgrímsson

Músiktilraunir-Áhrif og ávinningur þátttakenda – Ellen Agata Jónsdóttir

Mikilvægi tónlistar – Davíð Már Gunnarsson

Fyrirmyndastjórnendur – Kenningar í starfi – Hjalti Enok Pálsson

Karlar sem starfa með börnum – Pétur Örn Gíslason

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *