Lesandi góður, ég veit ekki með þig en lengi vel hef ég velt því fyrir mér hvernig áhrif ég hef á fólkið í kringum mig. Er gagn af nærveru minni og hverju skilar hún? Gef ég af mér jafn mikið og ég raunverulega vil? Flestir vilja hafa góð áhrif á fólkið í kringum sig og vera góðar fyrirmyndir en það krefst áreynslu. Ég reyni að vera meðvituð um hvað það er sem ég gef frá mér og hvernig ég hátta samskiptum mínum við annað fólk. Ég velti mikið fyrir mér samskiptum á milli ungmenna. Er eitthvað sem við sem fyrirmyndir yngra fólks getum gert í okkar samskiptum til að miðla því áfram til unglinganna okkar? Lesa meira “Að vera vinur er ekkert grín”