,,Og hvað ertu að læra segirðu?“ Spurði Helga kunningjakona mín sem ég hafði ekki séð í talsverðan tíma. Ég stóð í miðri mjólkurvörudeildinni í Hagkaup og hafði gripið mér laktósafría Hleðslu og banana. Ég andvarpaði. Hún horfði á mig stóreygð og spyrjandi. Ég vissi að nafnið eitt myndi alls ekki útskýra greinina í heild sinni og undirbjó mig undir ræðuna.
Ég er í ótrúlega skemmtilegu og fjölbreyttu námi sem heitir Tómstunda- og félagsmálafræði. „Já okei, ertu þá ekki að fara vinna á svona frístundaheimili?“ spurði hún brosandi. Jaaa… nei… ég meina ég gæti gert það og það er til dæmis fullt af fólki sem að velur sér þetta nám og ætlar sér að starfa með börnum og unglingum á þeim vettvangi eða öðrum. En það er töluverður misskilingur í gangi sem veldur því að fólk tengir þetta nám einungis við þetta starf. Ég til dæmis hef meiri áhuga á að starfa með fullorðnum. „bíddu… nú skil ég ekki“. Lesa meira “,,Og er alveg þörf fyrir svona fólk í þjóðfélaginu?“”