Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?

Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað  „tilraunaverkefni“. Lesa meira “Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?”