Eru skátarnir á leiðinni á safn?

 Öll erum við ólík eins og við erum mörg. Val okkar á tómstundum er þar engin undantekning. Börn og ungmenni í dag hafa úr fjölbreyttu úrvali skiplagðra tómstunda, íþrótta og annarra áhugamála að velja. Íþrótta- og félagasamtök leitast við að virkja sem flesta til þátttöku og liður í að efla þátttöku barna og ungmenna er að brúa bilið milli skóla og tómstundastarfs. Til að ná því þá þurfa allt tómstundastarf að laga sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu. En hafa skátarnir gert það?

Sjálf valdi ég skátahreyfinguna, eða með öðrum orðum félags- og tómstundastarf sem setti stóran ,,nörda” stimpil á ennið á mér. Tökum dæmi; Hvað er það fyrsta sem þú hugsar þegar orðið, „skáti“ er nefnt? Mjög líklega sástu fyrir þér hóp af krökkum í vel girtum búningum, að grilla sykurpúða yfir varðeldi, syngjandi hressa skátasöngva. Hversu nálægt var ég? Lesa meira “Eru skátarnir á leiðinni á safn?”