Netið og unglingar

Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út á landi eða erlendis sem er góður ávinningur, hinsvegar getur netið stuðlað að neteinelti því netið er auðveldur vettvangur fyrir ungmenni að koma fram nafnlaust. Lesa meira “Netið og unglingar”

Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga

Börn og unglingar búa í dag við tíðar tækniframfarir og eru samfélagsmiðlar hvort sem við viljum eða ekki  alltaf að verða meira áberandi í þeim efnum. Margt má nefna í þessu samhengi eins og facebook, snapchat, ingstagram og eflaust eru fleiri miðlar í gangi sem ég hef ekki nöfn á ennþá en ætlun mín er að kynna mér þessa miðla betur.

Ég er kona á besta aldri eins og sagt er eða um fertugt  og er ég búin að ganga í gegnum þessar tækniframfarir frá því að eiga pennavin, já eflaust reka margir upp stór augu af yngri kynslóðinni og skilja ekki af hverju né hvað það er. Lesa meira “Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga”