Ég viðurkenni að ég hef sjaldan sem aldrei velt kynhneigð eitthvað sérstaklega fyrir mér. Ég hef aldrei horft á einhvern einstakling sem gagnkynhneigðan eða samkynhneigðan, enda finnst mér kynhneigð hvers og eins ekki koma mér við. Kynhneigð fólksins í kringum mig skiptir mig jafn miklu máli og hvaða litur er í uppáhaldi hjá þeim.
Oft er talað um að einstaklingar komi út úr skápnum og afhjúpi þannig hver hann eða hún í rauninni er. Ég skil vel að þegar maður hefur þurft að fela sig í jafnvel fjölda ára og fær loks kjark til að koma til dyranna eins og hann er þá get ég vel ímyndað mér flugeldasýninguna sem verður í huga einstaklingsins. Loksins fær maður að vera eins og maður er! Lesa meira “Dulin ást sem á skilið frelsi – í friði!”